Frumvarp fækkar í liði Flokks fólksins á þingi Sveinn Arnarsson skrifar 1. apríl 2019 06:15 "Eðlilegt að við gætum aðhalds,“ segir Ólafur Ísleifsson. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Ísleifsson, nýr þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir meðflutningsmönnum úr öðrum þingflokkum að máli sem hefur aðeins áhrif á hans gamla flokk, Flokk fólksins. Hann telur frumvarpinu hins vegar ekki vera beint gegn sínum gamla flokki. Frumvarpið sem Ólafur hyggst leggja fram er til þess ætlað að breyta lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, eða réttara sagt um hámarksfjölda aðstoðarmanna.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.„Breytingin snýr að því að starfsmenn þingflokka að meðtöldum aðstoðarmanni formanns stjórnmálaflokks skuli ekki vera fleiri en þingmenn þingflokks á hverjum tíma. Með því er verið að gæta að eðlilegu aðhaldi og sparnaði í meðferð opinbers fjár,“ segir í tölvupósti Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins, til þingmanna annarra flokka þar sem óskað er eftir meðflutningsmanni. Yrði þetta frumvarp að veruleika myndi það aðeins hafa áhrif á gamla þingflokk Ólafs, Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að hér sé um eðlilegt þingmál að ræða til að gæta aðhalds í ríkisrekstrinum. „Má vera að á þessu þingi skuli það aðeins hafa áhrif á einn flokk, en ástæða þess að ég vil leggja þetta mál fram er sú að ég tel eðlilegt að við gætum aðhalds. Þessu frumvarpi er ekki beint gegn neinum og af engum tekið. Ég vil aðeins að við förum vel með opinbert fé,“ segir Ólafur. Augljóst hefur verið upp á síðkastið að andað hefur köldu á milli Flokks fólksins og fyrrverandi liðsmanna hans sem reknir voru úr flokknum eftir uppákomuna á Klaustri í lok nóvember. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Ólaf auðvitað verða að eiga þetta við sjálfan sig. „Ég hef enga sérstaka skoðun á frumvörpum Ólafs Ísleifssonar og ef hann vill fara þessa leið þá gerir hann það bara,“ segir Inga. „Það sjá hins vegar allir hvað hér er um að vera.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, nýr þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir meðflutningsmönnum úr öðrum þingflokkum að máli sem hefur aðeins áhrif á hans gamla flokk, Flokk fólksins. Hann telur frumvarpinu hins vegar ekki vera beint gegn sínum gamla flokki. Frumvarpið sem Ólafur hyggst leggja fram er til þess ætlað að breyta lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, eða réttara sagt um hámarksfjölda aðstoðarmanna.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.„Breytingin snýr að því að starfsmenn þingflokka að meðtöldum aðstoðarmanni formanns stjórnmálaflokks skuli ekki vera fleiri en þingmenn þingflokks á hverjum tíma. Með því er verið að gæta að eðlilegu aðhaldi og sparnaði í meðferð opinbers fjár,“ segir í tölvupósti Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins, til þingmanna annarra flokka þar sem óskað er eftir meðflutningsmanni. Yrði þetta frumvarp að veruleika myndi það aðeins hafa áhrif á gamla þingflokk Ólafs, Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að hér sé um eðlilegt þingmál að ræða til að gæta aðhalds í ríkisrekstrinum. „Má vera að á þessu þingi skuli það aðeins hafa áhrif á einn flokk, en ástæða þess að ég vil leggja þetta mál fram er sú að ég tel eðlilegt að við gætum aðhalds. Þessu frumvarpi er ekki beint gegn neinum og af engum tekið. Ég vil aðeins að við förum vel með opinbert fé,“ segir Ólafur. Augljóst hefur verið upp á síðkastið að andað hefur köldu á milli Flokks fólksins og fyrrverandi liðsmanna hans sem reknir voru úr flokknum eftir uppákomuna á Klaustri í lok nóvember. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Ólaf auðvitað verða að eiga þetta við sjálfan sig. „Ég hef enga sérstaka skoðun á frumvörpum Ólafs Ísleifssonar og ef hann vill fara þessa leið þá gerir hann það bara,“ segir Inga. „Það sjá hins vegar allir hvað hér er um að vera.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira