Töluvert var um útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt föstudagsins langa. Upp úr miðnætti var lögregla kölluð til á hótel í austurborginni vegna pars sem greitt hafði fyrir hótelgistingu sína með stolnu greiðslukorti. Parið var handtekið og vistað í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Þá sinnti lögregla alls átta útköllum vegna einstaklinga í andlegu ójafnvægi, lögregla fór í öllum tilfellum á staðinn til aðstoðar. Bæði með því að freista þess að stilla til friðar eða til að aðstoða einstaklinga um að leita sér hjálpar innan geðheilbrigðiskerfisins.
Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna og um klukkan 21:30 stoppaði lögregla slagsmál í Kópavogi.
Greiddu fyrir gistinguna með stolnu greiðslukorti
Andri Eysteinsson skrifar
