Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 21:23 Barr ætlar að ræða efni Mueller-skýrslunnar í fyrramálið, áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér hana. Vísir/EPA Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30
Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15