Barnaverndarstofa sækist eftir að áfrýja máli Freyju til Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 17:54 Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri var felld úr gildi í Landsrétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni. Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni.
Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55