Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 13:00 Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. Vísir/Vilhelm Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira
Annar varaforrmaður velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Hátt í þúsund manns bíða nú eftir liðskiptaaðgerðum á heilbrigðisstofnunum hér á landi en biðtími í slíka aðgerð getur verið rúmt ár. Ef fólk bíður lengur en þrjá mánuði býðst því að fara til Svíþjóðar í aðgerð á kostnað ríkisins en einnig er hægt að fara á einkareknar stofur og greiða fyrir úr eiginn vasa. Helga Möller söngkona sem bauðst að fara til Svíþjóðar í aðgerð sagði í fréttum okkar í gær að hún hefði heldur kosið að fara í aðgerð hér á landi og því ákveðið að greiða fyrir sína aðgerð á einkarekinni stofu. Hún furðaði sig hins vegar á að ríkið væri tilbúið að greiða þrjár milljónir fyrir aðgerð í Svíþjóð en væri ekki á sama tíma tilbúið að taka þátt í kostnaði við slíka aðgerð á einkarekinni stofu en kostnaður við hana er um tólf hundruð þúsund krónur. Ásmundur Friðriksson annar varaformaður velferðarnefndar segir að þar sem aðgerðir stjórnvalda til að eyða biðlistum hjá ríkisreknum heilbrigðisstofnunum hafi ekki tekist eigi að nota þjónustu á einkareknum stofum. „Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað við höfum haft velviljaða heilbrigðisráðherra þá hefur hvorki Svandísi né öðrum ráðherrum tekist að stytta þessa biðlista. Við höfum sett aukið fé í þá og sérstakar greiðslur í mörg ár en þeir styttast ekki. Því er það mín skoðun að næsti kostur sé að nota þá aðstöðu sem er til á Íslandi sem er tveimur þriðja ódýrari en senda fólk til Svíþjóðar. Þrátt fyrir skoðanaágreining verður buddan að ráða þegar kemur að þessum málum finnst mér,“ segir Ásmundur.Sjálfstæðimenn vilji fara þessa leið Ásmundur segir að almennt séu Sjálfstæðismenn á þessari skoðun. „Það hefur legið fyrir að við höfum verið inná því á því að nota þá aðstöðu sem er á Íslandi, hún er ódýr og frábær og jafnvel sama þjónusta og hægt er að fá erlendis. Það hefur legið fyrir að þar eru einkasjúkrahús að gera þessar aðgerðir fyrir okkur erlendis og jafnvel læknar frá Íslandi sem gera aðgerðirnar þar,“ segir hann. Fram kom í forstjórapistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans að aukafjármagni sem hefði verið veitt til að eyða biðlistum hefði verið nýtt en ef ríkistjórnin væri til í að koma með meira fjármagn væri Landspítalinn tilbúinn. Ásmundur segir að þrátt fyrir að miklu fjármagni hafi verið veitt til ríkisspítala þá hafi biðlistar ekki styst. „Við höfum verið að auka mjög mikið öll framlög til Landspítalans á síðustu árum og lagt til aukafjármagn til að stytta biðlista en ekkert gerist og þá þurfum við bara að leita annarra leiða og ef ef þær eru fyrir hendi hér á landi eigum við að nota þær, “ segir Ásmundur.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira