Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 12:00 Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað. Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað.
Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira