Sigur Clippers var sögulegur en aldrei hefur lið komið til baka og unnið eftir að hafa lent jafn mörgum stigum undir í leik í úrslitakeppni NBA. Þetta er jafnframt mesta endurkoma í sögu Clippers.
Lou Williams átti frábæran leik fyrir Clippers í nótt. Hann skoraði 36 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Tólf stiganna komu í 4. leikhluta sem Clippers vann, 41-23.
Eftir sigurinn ótrúlega gæddi Williams sér á snakki á meðan hann hékk í símanum. Clippers birti skemmtilega mynd af þessum hófstillta fagnaði skotbakvarðarins á Twitter.
*completes largest comeback in franchise history*
*grabs snacks*
*checks @Twitter*@TeamLou23 | #ClipperNationpic.twitter.com/HwEPi8y6CB
— LA Clippers (@LAClippers) April 16, 2019
Þrátt fyrir að byrja nánast undantekningarlaust á bekknum er Williams stigahæsti leikmaður Clippers á tímabilinu með 20,0 stig að meðaltali í leik. Hann er einnig með 3,0 fráköst og 5,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Williams þykir mjög líklegur til að vera valinn besti sjötti leikmaður NBA-deildarinnar. Hann fékk þau verðlaun 2015 og 2018.