Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 12:41 Meðlimur vígahóps sem styður starfsstjórnina í Trípólí. AP/Mohamed Ben Khalifa Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er. Líbía Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er.
Líbía Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent