„Þetta er heiðarlegur stormur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 08:42 Staðan klukkan 18 í dag samkvæmt vindaspá Veðurstofunnar. Mynd/Veðurstofa Íslands „Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst. Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
„Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst.
Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira