„Þetta er heiðarlegur stormur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2019 08:42 Staðan klukkan 18 í dag samkvæmt vindaspá Veðurstofunnar. Mynd/Veðurstofa Íslands „Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst. Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira
„Þetta er heiðarlegur stormur,“ segir vakthafandi veðurfræðingur um veðrið sem nú gengur yfir landið. Gul viðvörun er í gildi á Miðhálendinu og á Suðurlandi en viðvörunin færist yfir á Snæfellsnes og Breiðafjörð eftir því sem líður á daginn.„Vegagerðin er með stormviðvörunflagg við Reynisfjall. Þar eru vindhviðurnar komnar um og yfir 30 metra á sekúndu. Undir Eyjafjöllum hjá Hvammi eru vindhviðurnar í 30 metrum og þetta er komið undir Eyjafjöllunum. Það er ennþá alveg greiðfært, engin hálka og umferðin gengur vel,“ segir veðurfræðingur.Spáð er suðaustanhvassviðri eða stormi á þessum slóðum og geta vindhviður náð 40 metrum á sekúndu samkvæmt spám. Sömu sögu er að segja um Kjalarnesið og undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður geta náð 35 metrum á sekúndu. Veðrið getur orðið varasamt þeim sem hyggja á ferðalög á faratækjum sem viðkvæm eru fyrir vidni.„Þetta er mikil ferðavika og maður vill vekja athygli á þessu ef menn eru að fara upp í bústað með hjólhýsi og svo sér maður Kjalarnesið. Þar eru vindhviðurnar farnar að rjúka upp fyrir 23 metra á sekúndu en það er ekkert ofsaveður neitt ennþá,“ segir veðurfræðingur en bætir við að þar verði hvassviðri eða stormur til klukkan 18 í dag.Veðrið mun ná hámarki á Suðurlandi og við höfuðborgarsvæðið í kringum hádegi en það dregur úr vindi eftir því sem líður á daginn. Gul viðvörun er hins vegar í gildi fyrir Breiðafjörð fram eftir nóttu.„Það færist aðeins norður og þá er að hvessa mjög á Vesturlandi, einkum á Snæfellsnesi á meðan það dregur úr þessu sunnanlands.“Það verður bæði hvasst og blauttVísir/vilhelmVeðurhorfur á landinu Austan 13-18 m/s og rigning, en hægari suðaustanátt og bjart með köflum fyrir norðan. Suðaustan 15-25 m/s og rigning S- og V-til kringum hádegi, hvassast við fjöll, en heldur hægari og þurrt NA-lands. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld, suðaustan 8-15 á morgun og áfram vætusamt S- og V-til, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast fyrir norðan.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag (skírdagur):Sunnan 8-15 m/s og rigning eða súld víða um land, talsverð rigning SA-lands, en lengst af úrkomulaust NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.Á föstudag (föstudagurinn langi):Suðlæg átt, 8-15 m/s og vætusamt, en þurrt að kalla N-til. Hiti 7 til 15 stig, hlýst nyrst.Á laugardag:Gengur í suðvestan 10-15 m/s með skúrum og kólnadi veðri, en sums staðar slydduéljum þegar líður á daginn. Bjartviðri á N- og A-landi.Á sunnudag (páskadagur):Suðlæg átt með rigningu eða slyddu á S-verðu landinu fram eftir degi, en snýst síðan líklega í norðaustanátt með éljum N-til um kvöldið, en rofar til syðra. Frystir inn til landsins með kvöldinu.Á mánudag (annar í páskum):Útlit fyrir stífa norðaustanátt með ofankomu um landið N-vert, skúrum eða éljum SA-til, en bjartviðri SV-lands. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast syðst.
Veður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Sjá meira