Ásættanleg kjörsókn hjá VR eftir dræma þátttöku síðustu ár Ari Brynjólfsson skrifar 16. apríl 2019 06:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Atkvæðagreiðslu VR um kjarasamningana við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda lauk á hádegi í gær. Á kjörskrá voru 34.070 og greiddu 7.104 þeirra atkvæði, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Kjörsókn var því rúmlega 20 prósent. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, veit ekki hvernig atkvæðagreiðslan fór, atkvæðin verða ekki talin fyrr en eftir páska. Þá verða búnar að fara fram kosningar hjá Eflingu og Starfsgreinasambandinu, niðurstöðurnar verða kynntar í hádeginu miðvikudaginn 24. apríl. „Það mun þá allt liggja fyrir á sama tíma.“ Um er að ræða tvær atkvæðagreiðslur. Í kosningunum um samning VR við SV voru 34.070 á kjörskrá og greiddu 7.104 þeirra atkvæði, var kjörsóknin því rúmlega 20 prósent. 1.699 voru á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni um kjarasamning VR við FA, greiddi 451 atkvæði um samninginn og var kjörsókn því 26,5 prósent. Ekkert lágmark er á því hversu margir verði að greiða atkvæði svo kosningin sé gild. „Í heildina er þetta rúm 21 prósent, það er mjög ásættanlegt. Það er yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. „Kjörsókn hefur verið nokkuð dræm síðustu ár. Við erum ánægð með að hún sé farin að aukast. Það gerist ekki á einni nóttu að fá félagsmenn til að taka þátt í starfinu og kosningum.“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, gat lítið sagt um gang kosninganna í sínu félagi en þær standa til 23. apríl. „Við erum að fara af stað með bílinn okkar, keyra með hann milli vinnustaða og taka á móti utankjörfundaratkvæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Atkvæðagreiðslu VR um kjarasamningana við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda lauk á hádegi í gær. Á kjörskrá voru 34.070 og greiddu 7.104 þeirra atkvæði, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Kjörsókn var því rúmlega 20 prósent. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, veit ekki hvernig atkvæðagreiðslan fór, atkvæðin verða ekki talin fyrr en eftir páska. Þá verða búnar að fara fram kosningar hjá Eflingu og Starfsgreinasambandinu, niðurstöðurnar verða kynntar í hádeginu miðvikudaginn 24. apríl. „Það mun þá allt liggja fyrir á sama tíma.“ Um er að ræða tvær atkvæðagreiðslur. Í kosningunum um samning VR við SV voru 34.070 á kjörskrá og greiddu 7.104 þeirra atkvæði, var kjörsóknin því rúmlega 20 prósent. 1.699 voru á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni um kjarasamning VR við FA, greiddi 451 atkvæði um samninginn og var kjörsókn því 26,5 prósent. Ekkert lágmark er á því hversu margir verði að greiða atkvæði svo kosningin sé gild. „Í heildina er þetta rúm 21 prósent, það er mjög ásættanlegt. Það er yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. „Kjörsókn hefur verið nokkuð dræm síðustu ár. Við erum ánægð með að hún sé farin að aukast. Það gerist ekki á einni nóttu að fá félagsmenn til að taka þátt í starfinu og kosningum.“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, gat lítið sagt um gang kosninganna í sínu félagi en þær standa til 23. apríl. „Við erum að fara af stað með bílinn okkar, keyra með hann milli vinnustaða og taka á móti utankjörfundaratkvæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira