Ekkert banaslys orðið í umferðinni á árinu það sem af er Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. apríl 2019 18:30 Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Ekkert banaslys hefur orðið í umferðinni það sem af er ári og fara þarf tæplega áttatíu ár aftur í tímann til þess að finna tímabil þar sem ekkert banaslys hafði orðið þegar svo langt er liðið inn á árið eins og nú. Sérfræðingur í forvörnum segir samspil margra þátta valda því að slíkur árangur næst. Á síðustu tíu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 eða átján en fæstir létust árið 2014 eða fjórir. Nú er fjórði mánuður ársins 2019 vel á veg kominn og ekkert banaslys orðið það sem af er ársins. Það sem vekur athygli þegar tölfræði er skoðuð aftur í tímann er leita þarf aftur til ársins 1940 til að finna ár þar sem lengra var liðið inn á árið þegar fyrsta banaslysið á árinu varð. Flest hafa fyrstu banaslysin orðið í janúar á síðasta áratug, 2018, 2017, 2016, 2014, 2011, 2009, eitt í febrúar 2015 og þrjú í mars 2010, 2012, 2013.Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnumVísir/BaldurSamspil margra þátta þegar árangur næst „Þetta hefur verið sveiflukennt og við fögnum því að ekkert banaslys hafi orðið það sem af er árinu. undanfarin ár höfum haft töluvert af slysum þar sem að erlendir ferðamenn hafa komið við sögu. Einnig að óvarðir vegfarendur, hjólreiðamenn og gangandi hafi slasast. Slysum bíla hefur verið að fækka gegnum gangandi,“ Ágúst Mogensen, sérfræðingur í forvörnum. Ágúst segir margt koma til þegar árangur næst í forvörnum í þessum málaflokki. Unnið er eftir umferðaröryggisáætlun sem er í gildi þar sem meðal annars hefur verið ráðist í átak vegna farsímanotkunar, fræðsla hafi aukist, bílar eru öruggari. Þá segir Ágúst að hækkun sekta hafi haft áhrif til hins betra. „Við þykjumst finna varðandi farsímanotkun að það er aukin umræða um farsímanotkun og hversu slæmt það er að nota farsíma undir stýri. Sama má segja um hraðaksturinn. Meðal hraði hefur lækkað á vegunum og bílbeltanotkun hefur aukist,“ segir Ágúst.Lögreglan á Suðurlandi við hraðamælingarVísir/JóhannKAlgengustu orsakir banaslys segir Ágúst vera meðal annars hraðakstur „Algengustu orsakir meiðsla, að einhver dó eða slasaðist mikið er að bílbelti var ekki notað, svefn og þreyta sem er mjög van talið sennilega.“ segir Ágúst. Hann bætir við að ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna einnig vera þekktan orsakavald. Páskahelgin er hvert ein af stærstu ferðahelgum ársins og við því að búast að umferð um þjóðvegi landsins muni aukast strax á miðvikudag og þrátt fyrir að vor sé í veðri eru ökumenn og vegfarendur beðnir um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað með tilliti til færðar á fjallvegum og heiðum. „Það er páskahelgi fram undan. Það er ferðahelgi fram undan. Það eru íslenski og erlendir ferðamenn sem eru á vegunum og þess vegna er full ástæðan til þess að brýna fólk til þess að taka því rólega, aka varlega. Ekki neyta áfengis og aka. Ekki tala í farsímann. Slaka á og fá sér páskaegg og njóta helgarinnar,“ segir Ágúst.Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyssVísir/Vilhelm
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira