Þakklæðning á hárri byggingu á Keflavíkurflugvelli að fjúka Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. apríl 2019 22:35 Mynd úr safni Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafa sinnt verkefnum í kvöld óveðursins sem nú gengur yfir landið suðvestanvert Gul veðurviðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins, fram á miðja nótt en síðan mun veðrið ganga niður. Gul veðurviðvörun er svo áfram í gildi fyrir suður- og Suðausturland þar til á miðnætti annað kvöld. Bæði vegna vindhraða og vegna mikillar rigningar. Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þakið um tvö hundruð fermetrar og eru verktakar á svæðinu, sem björgunarsveitarmenn koma til með aðstoða með að ná tökum á aðstæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa björgunarsveitir sinnt um tíu verkefnum, þá aðallega í Hafnarfirði. Tilkynningar hafa borist um að girðingar, þakklæðningar og fiskiker hafi tekist á loft. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur stormurinn haf mikil áhrif á samgöngur og var til að mynda öllu flugi um Keflavíkurflugvöll aflýst eftir hádegi í dag og fram á nótt. Þá var flugi um Reykjavíkurflugvöll einnig aflýst seinni partinn. Vegagerðin hefur svo varað vegfarendur við snörpum viðhviðum sem geta orðið, annars vegar á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli og hins vegar á Reykjanesbraut en auk þess var gert ráð fyrir ausandi rigningu á þeim slóðum. Þegar þetta er skrifað er meðal vindhraði á Reykjanesbraut um tuttugu metrar á sekúndu en slær í þrjátíu metra í stærstu kviðunum. Á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli er meðal vindraði um sextán metrar en slær í þrjátíu og sex metra í verstu kviðunum. Uppfært kl. 22:47 Fréttastofan fékk frekar upplýsingar um að ekki væri þak í heild sinni að fjúka byggingunni heldur þakklæðnig. Var fyrirsögn breytt í samræmi við það. Uppfært klukkan 23:57: Um er að ræða þak stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og vinnur her mann að því að bjarga því sem bjargað verður. Starfsmenn Isavia, björgunarsveita, Íslenskra aðalverktaka og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eru að störfum. Öllum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu er nú lokið. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum hafa sinnt verkefnum í kvöld óveðursins sem nú gengur yfir landið suðvestanvert Gul veðurviðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins, fram á miðja nótt en síðan mun veðrið ganga niður. Gul veðurviðvörun er svo áfram í gildi fyrir suður- og Suðausturland þar til á miðnætti annað kvöld. Bæði vegna vindhraða og vegna mikillar rigningar. Á tíunda tímanum barst beiðni um aðstoð til björgunarsveita á Suðurnesjum vegna þaks á hárri byggingu inni á Keflavíkurflugvelli. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, staðfesti að björgunarsveitarfólk væri á leið á vettvang og hafði ekki frekari upplýsingar á þessari stundu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þakið um tvö hundruð fermetrar og eru verktakar á svæðinu, sem björgunarsveitarmenn koma til með aðstoða með að ná tökum á aðstæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa björgunarsveitir sinnt um tíu verkefnum, þá aðallega í Hafnarfirði. Tilkynningar hafa borist um að girðingar, þakklæðningar og fiskiker hafi tekist á loft. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag hefur stormurinn haf mikil áhrif á samgöngur og var til að mynda öllu flugi um Keflavíkurflugvöll aflýst eftir hádegi í dag og fram á nótt. Þá var flugi um Reykjavíkurflugvöll einnig aflýst seinni partinn. Vegagerðin hefur svo varað vegfarendur við snörpum viðhviðum sem geta orðið, annars vegar á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli og hins vegar á Reykjanesbraut en auk þess var gert ráð fyrir ausandi rigningu á þeim slóðum. Þegar þetta er skrifað er meðal vindhraði á Reykjanesbraut um tuttugu metrar á sekúndu en slær í þrjátíu metra í stærstu kviðunum. Á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli er meðal vindraði um sextán metrar en slær í þrjátíu og sex metra í verstu kviðunum. Uppfært kl. 22:47 Fréttastofan fékk frekar upplýsingar um að ekki væri þak í heild sinni að fjúka byggingunni heldur þakklæðnig. Var fyrirsögn breytt í samræmi við það. Uppfært klukkan 23:57: Um er að ræða þak stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og vinnur her mann að því að bjarga því sem bjargað verður. Starfsmenn Isavia, björgunarsveita, Íslenskra aðalverktaka og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar eru að störfum. Öllum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu er nú lokið.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Veður Tengdar fréttir Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52 Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42 Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli aflýst Flugi flugfélagsins Air Iceland Connect til og frá Reykjavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna veðurs. Áður hafði flugi frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst en komum sem áætlaðar voru síðdegis hafði verið frestað til kvölds. 13. apríl 2019 16:52
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13. apríl 2019 09:42
Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs. 13. apríl 2019 16:51