Skrautleg ummæli í kosningabaráttu BJP Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:30 Amit Shah kallaði ólöglega innflytjendur termíta í ræðu í Vestur-Bengal. Nordicphotos/AFP Kjörsókn fyrstu tvo daga stærstu kosninga mannkynssögunnar virðist með ágætum. Þetta kom fram á Reuters í gær en Indverjar kjósa nú nýtt þing. Kosningarnar standa yfir í 39 daga. Narendra Modi forsætisráðherra, BJP-flokkur hans og samstarfsflokkar freista þess að halda meirihluta sínum á þingi og benda kannanir til þess að það takist. Kosningabaráttan er því afar hörð og þrír frambjóðendur BJP vöktu athygli fyrir ummæli sín á baráttufundum í gær. Amit Shah, forseti flokksins, sagði á fundi í Vestur-Bengal að ólöglegir innflytjendur væru „eins og termítar við Bengalflóa“. Hann lofaði því þess vegna að ríkisstjórn BJP myndi tína innflytjendurna upp af jörðinni og kasta þeim, hverjum á fætur öðrum, í Bengalflóann. Þar átti hann við innflytjendur frá grannríkinu Bangladess. Flestir íbúa Bangladess eru múslimar en BJP hefur verið kenndur við hindúa-þjóðernishyggju. Shah sagði aukinheldur að BJP myndi veita hindúum, búddistum, jaínistum og síkum frá Bangladess og Pakistan ríkisborgararétt. Sanjay Jha, einn talsmanna Congress-flokksins, andstæðinga BJP, sagði í svari við ræðu Shah að hann væri að reyna að sundra þjóðinni eftir trúarlínum. „Pólitískt viðskiptamódel BJP gengur út á að kynda undir átök í samfélaginu. Halda því á suðupunkti.“ Maneka Gandhi, ráðherra jafnréttismála og BJP-liði, sagði svo á fundi með múslimum í Sultanpur að þeir þyrftu að kjósa hana. Annars myndi hún ef til vill hafa minni áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú þegar unnið þessar kosningar en þið þarfnist mín. Þetta er ykkar tækifæri til að byggja upp samband,“ sagði ráðherrann, sem er tengdadóttir Indiru Gandhi, fyrsta kvenforsætisráðherrans. Þá sagði Sakshi Maharaj, þingmaður BJP-flokksins og frambjóðandi í Unnao, að kjósendur þyrftu að greiða honum aktvæði sitt ellegar myndi karma þeirra verða slæmt. Karma er hugtak í trúarbrögðum af indverskum uppruna sem gengur út á að allar gjörðir valdi afleiðingum, góðum eða slæmum. „Þegar meinlætamaður ber að dyrum og biður um ölmusu, grátbiður ykkur og þið verðið ekki við bón hans gæti hann gengið á brott með mögulegt gott karma og skilið slæmt karma eftir fyrir ykkur,“ sagði hann á fundi með kjósendum. Maharaj hefur reyndar áður látið umdeild ummæli falla. Í síðasta mánuði spáði hann því, samkvæmt NDTV, að það yrðu engar þingkosningar árið 2024 eins og gert er ráð fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Kjörsókn fyrstu tvo daga stærstu kosninga mannkynssögunnar virðist með ágætum. Þetta kom fram á Reuters í gær en Indverjar kjósa nú nýtt þing. Kosningarnar standa yfir í 39 daga. Narendra Modi forsætisráðherra, BJP-flokkur hans og samstarfsflokkar freista þess að halda meirihluta sínum á þingi og benda kannanir til þess að það takist. Kosningabaráttan er því afar hörð og þrír frambjóðendur BJP vöktu athygli fyrir ummæli sín á baráttufundum í gær. Amit Shah, forseti flokksins, sagði á fundi í Vestur-Bengal að ólöglegir innflytjendur væru „eins og termítar við Bengalflóa“. Hann lofaði því þess vegna að ríkisstjórn BJP myndi tína innflytjendurna upp af jörðinni og kasta þeim, hverjum á fætur öðrum, í Bengalflóann. Þar átti hann við innflytjendur frá grannríkinu Bangladess. Flestir íbúa Bangladess eru múslimar en BJP hefur verið kenndur við hindúa-þjóðernishyggju. Shah sagði aukinheldur að BJP myndi veita hindúum, búddistum, jaínistum og síkum frá Bangladess og Pakistan ríkisborgararétt. Sanjay Jha, einn talsmanna Congress-flokksins, andstæðinga BJP, sagði í svari við ræðu Shah að hann væri að reyna að sundra þjóðinni eftir trúarlínum. „Pólitískt viðskiptamódel BJP gengur út á að kynda undir átök í samfélaginu. Halda því á suðupunkti.“ Maneka Gandhi, ráðherra jafnréttismála og BJP-liði, sagði svo á fundi með múslimum í Sultanpur að þeir þyrftu að kjósa hana. Annars myndi hún ef til vill hafa minni áhuga á að hlusta á þá. „Ég hef nú þegar unnið þessar kosningar en þið þarfnist mín. Þetta er ykkar tækifæri til að byggja upp samband,“ sagði ráðherrann, sem er tengdadóttir Indiru Gandhi, fyrsta kvenforsætisráðherrans. Þá sagði Sakshi Maharaj, þingmaður BJP-flokksins og frambjóðandi í Unnao, að kjósendur þyrftu að greiða honum aktvæði sitt ellegar myndi karma þeirra verða slæmt. Karma er hugtak í trúarbrögðum af indverskum uppruna sem gengur út á að allar gjörðir valdi afleiðingum, góðum eða slæmum. „Þegar meinlætamaður ber að dyrum og biður um ölmusu, grátbiður ykkur og þið verðið ekki við bón hans gæti hann gengið á brott með mögulegt gott karma og skilið slæmt karma eftir fyrir ykkur,“ sagði hann á fundi með kjósendum. Maharaj hefur reyndar áður látið umdeild ummæli falla. Í síðasta mánuði spáði hann því, samkvæmt NDTV, að það yrðu engar þingkosningar árið 2024 eins og gert er ráð fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira