Rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 16:41 Ljóst er að dómurinn sem gekk í Landsrétti áðan reyndist Arnþrúði verulegt áfall og er nú svo komið að hennar mati að rekstur Útvarps Sögu er í óvissu. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Sjá meira
Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22