Lífskjör okkar allra Guðríður Arnardóttir skrifar 12. apríl 2019 10:45 Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun