Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. fréttablaðið/anton brink Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var leiddur út úr ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, í járnum í gær. Þar hefur hann dvalið og verið með pólitískt hæli frá árinu 2012. Upphaflega til þess að forðast framsal til Svíþjóðar vegna kynferðisbrotamála sem síðar voru látin niður falla. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, sagði í ávarpi að ákvörðun hefði verið tekin um að svipta hann hæli sínu eftir ítrekuð brot. Framtíð Assange er óráðin en Bandaríkjamenn hafa farið fram á framsal hans. Þeir saka Assange um samráð við Chelsea Manning sem hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum leynilegum, bandarískum gagnagrunnum. Forveri Moreno, Rafael Correa, brást illa við ákvörðuninni. Sagði að Moreno væri „mesti landráðamaður í sögu Ekvadors og Suður-Ameríku“, og spilltur. Ákvörðunin væri ógleymanlegur glæpur. Það að Ekvador hafi svipt Assange hæli í gær setur hættulegt fordæmi. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsmaður Assange, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst grafalvarlegt að það sé hægt að svipta einhvern hælisrétti og mér finnst mjög alvarlegt að þetta sé út af kröfu Bandaríkjanna um framsal á honum, eins og hefur komið fram,“ segir Birgitta og bætir við: „Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir annað fólk. Þetta er fráleitt. Ég trúi ekki því sem ég var að sjá.“ Þrátt fyrir að Birgitta hafi ekki stutt mörg verkefni Assange undanfarið hyggst hún, í samstarfi við blaðamenn í Bretlandi og fyrrverandi starfsmenn samtakanna Courage Foundation, sem hafa barist fyrir frelsi Assange, berjast af hörku gegn framsali hans til Bandaríkjanna. Samkvæmt Birgittu mun Naomi Colvin, fyrrverandi leiðtogi samtakanna sem áður aðstoðaði lekamanninn Lauri Love við að komast hjá framsali, taka verkefnið að sér. „Það eina sem hægt er að gera er að taka þetta mál fyrir dómstóla.“ Þá nefnir Birgitta einnig að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafi sett sig í samband við fólk sem tengdist WikiLeaks minna en hún gerði. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þeir hafa ekkert á mig, enda gerði ég aldrei neitt ólöglegt, en nafn mitt er náttúrulega á Collateral Murder [leka um bandaríska þyrluárás sem felldi tólf almenna borgara] og ég var aðili að WikiLeaks þegar þessir stóru lekar voru að koma.“ Hún segist ekki vita hver staða sín sé þar ytra en bætir því við að hennar mál sé smávægilegt „miðað við það sem Chelsea og Assange standa frammi fyrir“. Þá segist hún einnig hafa áhyggjur af hvað bíði Assange, verði hann framseldur til Bandaríkjanna. Nefnir meðferð Chelsea Manning í því samhengi og að dauðarefsing sé enn við lýði í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu lögmanna Manning í gær segir að nýframkomin ákæruskjöl í máli Assange sýni svart á hvítu að engin þörf hafi verið fyrir það varðhald sem Manning sætti á dögunum. Stjórnvöld hafi þegar haft þær upplýsingar sem sóst var eftir frá henni. Samkvæmt BBC á Assange yfir höfði sér fimm ára fangelsi í Bandaríkjunum ef hann verður framseldur þangað og síðan sakfelldur fyrir „samsæri um tölvuinnbrot“ sem hann á að hafa framið árið 2010 í samskiptum sínum við Manning. En Assange á einnig yfir höfði sér fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum þess er hann var leystur úr haldi gegn tryggingu áður en hann sótti um hæli. Dómstóll á neðra dómstigi sakfelldi hann fyrir brotið í gær og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tólf mánaða fangelsi. Reuters greindi frá því að farið hefði verið fram á að kynferðisbrotamálið í Svíþjóð gegn Assange, sem áður var fellt niður, yrði opnað á ný. Lögmaður konu sem sakar Assange um nauðgun, hyggst berjast fyrir framsali hans til Svíþjóðar. Skrifstofa mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna greindi frá því árið 2016 að sérfræðingar SÞ væru á þeirri skoðun að eiginleg fangelsun Assange í ekvadorska sendiráðinu væri háð geðþótta, ekki lögum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, ávarpaði blaðamenn í Lundúnum í gær. „Þetta er svartur dagur fyrir blaðamennsku. Við viljum ekki sjá þetta halda áfram. Þessu þarf að linna,“ sagði Kristinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var leiddur út úr ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, í járnum í gær. Þar hefur hann dvalið og verið með pólitískt hæli frá árinu 2012. Upphaflega til þess að forðast framsal til Svíþjóðar vegna kynferðisbrotamála sem síðar voru látin niður falla. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, sagði í ávarpi að ákvörðun hefði verið tekin um að svipta hann hæli sínu eftir ítrekuð brot. Framtíð Assange er óráðin en Bandaríkjamenn hafa farið fram á framsal hans. Þeir saka Assange um samráð við Chelsea Manning sem hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum leynilegum, bandarískum gagnagrunnum. Forveri Moreno, Rafael Correa, brást illa við ákvörðuninni. Sagði að Moreno væri „mesti landráðamaður í sögu Ekvadors og Suður-Ameríku“, og spilltur. Ákvörðunin væri ógleymanlegur glæpur. Það að Ekvador hafi svipt Assange hæli í gær setur hættulegt fordæmi. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsmaður Assange, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst grafalvarlegt að það sé hægt að svipta einhvern hælisrétti og mér finnst mjög alvarlegt að þetta sé út af kröfu Bandaríkjanna um framsal á honum, eins og hefur komið fram,“ segir Birgitta og bætir við: „Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir annað fólk. Þetta er fráleitt. Ég trúi ekki því sem ég var að sjá.“ Þrátt fyrir að Birgitta hafi ekki stutt mörg verkefni Assange undanfarið hyggst hún, í samstarfi við blaðamenn í Bretlandi og fyrrverandi starfsmenn samtakanna Courage Foundation, sem hafa barist fyrir frelsi Assange, berjast af hörku gegn framsali hans til Bandaríkjanna. Samkvæmt Birgittu mun Naomi Colvin, fyrrverandi leiðtogi samtakanna sem áður aðstoðaði lekamanninn Lauri Love við að komast hjá framsali, taka verkefnið að sér. „Það eina sem hægt er að gera er að taka þetta mál fyrir dómstóla.“ Þá nefnir Birgitta einnig að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafi sett sig í samband við fólk sem tengdist WikiLeaks minna en hún gerði. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þeir hafa ekkert á mig, enda gerði ég aldrei neitt ólöglegt, en nafn mitt er náttúrulega á Collateral Murder [leka um bandaríska þyrluárás sem felldi tólf almenna borgara] og ég var aðili að WikiLeaks þegar þessir stóru lekar voru að koma.“ Hún segist ekki vita hver staða sín sé þar ytra en bætir því við að hennar mál sé smávægilegt „miðað við það sem Chelsea og Assange standa frammi fyrir“. Þá segist hún einnig hafa áhyggjur af hvað bíði Assange, verði hann framseldur til Bandaríkjanna. Nefnir meðferð Chelsea Manning í því samhengi og að dauðarefsing sé enn við lýði í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu lögmanna Manning í gær segir að nýframkomin ákæruskjöl í máli Assange sýni svart á hvítu að engin þörf hafi verið fyrir það varðhald sem Manning sætti á dögunum. Stjórnvöld hafi þegar haft þær upplýsingar sem sóst var eftir frá henni. Samkvæmt BBC á Assange yfir höfði sér fimm ára fangelsi í Bandaríkjunum ef hann verður framseldur þangað og síðan sakfelldur fyrir „samsæri um tölvuinnbrot“ sem hann á að hafa framið árið 2010 í samskiptum sínum við Manning. En Assange á einnig yfir höfði sér fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum þess er hann var leystur úr haldi gegn tryggingu áður en hann sótti um hæli. Dómstóll á neðra dómstigi sakfelldi hann fyrir brotið í gær og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tólf mánaða fangelsi. Reuters greindi frá því að farið hefði verið fram á að kynferðisbrotamálið í Svíþjóð gegn Assange, sem áður var fellt niður, yrði opnað á ný. Lögmaður konu sem sakar Assange um nauðgun, hyggst berjast fyrir framsali hans til Svíþjóðar. Skrifstofa mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna greindi frá því árið 2016 að sérfræðingar SÞ væru á þeirri skoðun að eiginleg fangelsun Assange í ekvadorska sendiráðinu væri háð geðþótta, ekki lögum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, ávarpaði blaðamenn í Lundúnum í gær. „Þetta er svartur dagur fyrir blaðamennsku. Við viljum ekki sjá þetta halda áfram. Þessu þarf að linna,“ sagði Kristinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira