Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og þar með falli niður í Inkasso-deildina. Víkingar hafa barist fyrir sæti sínu undanfarin ár en sú barátta tapast þetta sumarið ef spá íþróttadeildar gengur upp. Víkingsliðið hélt sér með naumindum á síðasta ári en hefur best náð fjórða sæti á þessari öld árið 2014. Víkingar hafa verið fastagestir í efstu deild undanfarin fimm ár en liðið hefur ekki haldið sér svona lengi í efstu deild í áratugi. Þjálfari Víkings er Arnar Gunnlaugsson sem var aðstoðarmaður Loga Ólafssonar á síðustu leiktíð. Þetta er í annað sinn sem Arnar starfar sem aðalþjálfari en hann féll með uppeldisfélagið ÍA sumarið 2006 eftir að taka við því ásamt bróður sínum í erfiðri stöðu. Arnar er í fyrsta sinn að stýra liði í efstu deild frá og með fyrsta leik.Baksýnisspegillinn Víkingar höfðu ekki unnið Fylki í 25 ár í efstu deild þegar að kom að fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra og bjuggust Víkingar ekki við miklu enda Árbæingar að sigla þremur stigum heim á móti Fossvogsliðinu. Það fór svo að Víkingar unnu með marki eftir hornspyrnu en það var svo lýsandi fyrir sumar liðsins því það skoraði nánast eingöngu úr föstum leikatriðum og toppaði deildina í þeim efnum. Víkingar unnu Fylki ekki bara einu sinni heldur tvisvar eftir að vinna ekki sigur í baráttu liðanna í aldarfjórðung. Liðið og leikmenngrafík/gvendurVíkingar eru búnir að missa lykilmenn af miðjunni en fá Dofra Snorrason aftur inn eftir meiðsli og munar um minna. Sá mikli baráttuhundur hefur verið einn besti leikmaður Víkinga síðan að hann kom fyrst í Víkina fyrir tæpum áratug. Ungir strákar munu fá að láta ljós sitt skína í Víkingsliðinu sem virðist ætla að gera hollenska framherjanum Rick ten Voorde annað tækifæri í framlínunni.HryggjarstykkiðÞórður Ingason (f. 1998): Víkingar eru búnir að losa sig við alla þrjá markverðina sem voru á launaskrá í fyrra en Andreas Larsen stóð vaktina allt tímabilið og þótti öflugur. Víkingar sóttu mann með reynslu úr Grafarvoginum en Þórður Ingason er þrautreyndur markvörður sem á 244 leiki í Íslandsmóti og bikar. Þórður átti ekki gott tímabil í fyrra með Fjölnisliðinu sem að féll en var stórgóður sumarið 2017 og þarf að finna það form ef hann ætlar að hjálpa Víkingum í sumar.Sölvi Geir Ottesen (f. 1984): Það er alveg hægt að halda því fram að landsliðsmaðurinn fyrrverandi sé besti miðvörðurinn í Pepsi Max-deildinni þegar kemur að gæðum en vandamálið er að hann er mikið meiddur og spilaði aðeins þrettán leiki á síðustu leiktíð. Víkingar innbyrtu 18 af 25 stigum sínum síðasta sumar inn á vellinum sem gerir mikilvægi hans ansi augljóst. Hann er ekki bara frábær sjálfur heldur spilaði Halldór Smári Sigurðsson aldrei betur en við hlið hans.Júlíus Magnússon (f. 1998): Víkingar hafa endurheimt uppalinn strák sem fór ungur að árum til Heerenveen í Hollandi en er nú mættur aftur heim til þess að fara að spila reglulega í efstu deild. Júlíus er hæfileikaríkur strákur úr Breiðholti og mikill nagli sem mun fá mikið ábyrgðarhlutverk inn á miðjunni. Hann á að baki hvorki fleiri né færri en 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Markaðurinngrafík/gvendurÞað er ekki hægt að segja að segja að Víkingar komi vel út úr vetrarviðskiptunum en þeir misstu tvo bestu miðjumennina sína til KR, aðalmarkvörðurinn fór til Svíþjóðar og Castillion er eðlilega farinn enda var hollenski framherjinn á láni. Þá er liðið búið að hreinsa út fleiri erlenda leikmenn. Víkingar gerðu vel með að fá Júlíus Magnússon heim frá Hollandi en þar fer spennandi strákur sem gæti svo verið söluvara í framhaldinu. Sama má segja um KR-inginn Atla Hrafn Andrason sem spilaði stórvel fyrir Víkinga sem lánsmaður á síðustu leiktíð. James Mack er óþekkt stærð í efstu deild en Víkingar binda miklar væntingar við Mohamed Didé á miðjunni. Missirinn er mikill hjá Víkingum og hefur þeim gengið erfiðlega að fylla í skörðin en að því sögðu fá mögulega fleiri uppaldir leikmenn tækifæri á að spila fleiri mínútur. Víkingar eru líklega ekki hættir á markaðnum en þeir geta ekki verið nógu sáttir við viðskiptin hingað til.Markaðseinkunn: c Hvað segir sérfræðingurinn? „Þetta verður krefjandi tímabil fyrir Víking. Bara með því að horfa á undirbúningstímabilið sér maður að liðið er ekkert á neitt sérstökum og stað og ef ég væri stuðningsmaður liðsins myndi ég hafa áhyggjur,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Það er að fara í gang krefjandi tímabil fyrir Víking og Arnar Gunnlaugsson sem er að fara að stíga sitt annað tímabil sem aðalþjálfari.“ „Til þess að Víkingar eigi að lifa af þarf Sölvi, og vonandi Kári ef hann kemur, að binda liðið saman og spila sterkan varnarleik,“ segir Reynir. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurVíkingar hafa fimm sinnum orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu, fyrst árið 1920 en síðast árið 1991. Víkingar unnu titilinn tvö ár í röð frá 1981 til 1982. Víkingur hefur einu sinni orðið bikarmeistari og það var árið 1971.Magnús Þorvaldsson á leikjametið hjá Víkingi en hann er sá eini sem hefur náð að spila yfir tvö hundruð leiki fyrir Víking í efstu deild (204). Magnús lék sína síðustu leiki fyrir félagið í síðustu sjö umferðunum sumarið 1985 eftir að hafa lagt skóna á hilluna eftir 1983 tímabilið.Heimir Karlsson er markahæsti leikmaður Víkinga í efstu deild en hann skoraði 37 mörk í 116 leikjum frá 1978 til 1984 og varð markakóngur deildarinnar á Íslandsmeistaraárinu 1982.Viktor Bjarki Arnarsson og Ívar Örn Jónsson hafa gefið flestar stoðsendingar fyrir Víkinga í efstu deild síðan að farið var að taka þær fyrst saman sumarið 1992 en báðir hafa gefið 12 stoðsendingar í Víkingsbúningnum. Vinsælasta sæti Víkinga í nútímafótbolta (1977-2018) er sjöunda sætið sem liðið hefur lent í sex sinnum, síðast árið 2016. Goðsögn sem myndi nýtast liðinu í sumar Víkingum vantar svo sannarlega markaskorara og væru í draumaheimi væntanlega meira en klárir í að geta nýtt krafta goðsagnarinnar Guðmundar Steinssonar sem fékk gullskóinn sem framherji Víkings Íslandsmeistaraárið 1991. Guðmundur skoraði þrettán mörk sumarið sem að Fossvogsliðið varð meistari í fimmta sinn í sögunni en enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir Víking á einu tímabili hvorki fyrr né síðar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 26. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar annað árið í röð í fyrra og það í 22. sinn í sögu félagsins. Íþróttadeild spáir Víkingi 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og þar með falli niður í Inkasso-deildina. Víkingar hafa barist fyrir sæti sínu undanfarin ár en sú barátta tapast þetta sumarið ef spá íþróttadeildar gengur upp. Víkingsliðið hélt sér með naumindum á síðasta ári en hefur best náð fjórða sæti á þessari öld árið 2014. Víkingar hafa verið fastagestir í efstu deild undanfarin fimm ár en liðið hefur ekki haldið sér svona lengi í efstu deild í áratugi. Þjálfari Víkings er Arnar Gunnlaugsson sem var aðstoðarmaður Loga Ólafssonar á síðustu leiktíð. Þetta er í annað sinn sem Arnar starfar sem aðalþjálfari en hann féll með uppeldisfélagið ÍA sumarið 2006 eftir að taka við því ásamt bróður sínum í erfiðri stöðu. Arnar er í fyrsta sinn að stýra liði í efstu deild frá og með fyrsta leik.Baksýnisspegillinn Víkingar höfðu ekki unnið Fylki í 25 ár í efstu deild þegar að kom að fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra og bjuggust Víkingar ekki við miklu enda Árbæingar að sigla þremur stigum heim á móti Fossvogsliðinu. Það fór svo að Víkingar unnu með marki eftir hornspyrnu en það var svo lýsandi fyrir sumar liðsins því það skoraði nánast eingöngu úr föstum leikatriðum og toppaði deildina í þeim efnum. Víkingar unnu Fylki ekki bara einu sinni heldur tvisvar eftir að vinna ekki sigur í baráttu liðanna í aldarfjórðung. Liðið og leikmenngrafík/gvendurVíkingar eru búnir að missa lykilmenn af miðjunni en fá Dofra Snorrason aftur inn eftir meiðsli og munar um minna. Sá mikli baráttuhundur hefur verið einn besti leikmaður Víkinga síðan að hann kom fyrst í Víkina fyrir tæpum áratug. Ungir strákar munu fá að láta ljós sitt skína í Víkingsliðinu sem virðist ætla að gera hollenska framherjanum Rick ten Voorde annað tækifæri í framlínunni.HryggjarstykkiðÞórður Ingason (f. 1998): Víkingar eru búnir að losa sig við alla þrjá markverðina sem voru á launaskrá í fyrra en Andreas Larsen stóð vaktina allt tímabilið og þótti öflugur. Víkingar sóttu mann með reynslu úr Grafarvoginum en Þórður Ingason er þrautreyndur markvörður sem á 244 leiki í Íslandsmóti og bikar. Þórður átti ekki gott tímabil í fyrra með Fjölnisliðinu sem að féll en var stórgóður sumarið 2017 og þarf að finna það form ef hann ætlar að hjálpa Víkingum í sumar.Sölvi Geir Ottesen (f. 1984): Það er alveg hægt að halda því fram að landsliðsmaðurinn fyrrverandi sé besti miðvörðurinn í Pepsi Max-deildinni þegar kemur að gæðum en vandamálið er að hann er mikið meiddur og spilaði aðeins þrettán leiki á síðustu leiktíð. Víkingar innbyrtu 18 af 25 stigum sínum síðasta sumar inn á vellinum sem gerir mikilvægi hans ansi augljóst. Hann er ekki bara frábær sjálfur heldur spilaði Halldór Smári Sigurðsson aldrei betur en við hlið hans.Júlíus Magnússon (f. 1998): Víkingar hafa endurheimt uppalinn strák sem fór ungur að árum til Heerenveen í Hollandi en er nú mættur aftur heim til þess að fara að spila reglulega í efstu deild. Júlíus er hæfileikaríkur strákur úr Breiðholti og mikill nagli sem mun fá mikið ábyrgðarhlutverk inn á miðjunni. Hann á að baki hvorki fleiri né færri en 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Markaðurinngrafík/gvendurÞað er ekki hægt að segja að segja að Víkingar komi vel út úr vetrarviðskiptunum en þeir misstu tvo bestu miðjumennina sína til KR, aðalmarkvörðurinn fór til Svíþjóðar og Castillion er eðlilega farinn enda var hollenski framherjinn á láni. Þá er liðið búið að hreinsa út fleiri erlenda leikmenn. Víkingar gerðu vel með að fá Júlíus Magnússon heim frá Hollandi en þar fer spennandi strákur sem gæti svo verið söluvara í framhaldinu. Sama má segja um KR-inginn Atla Hrafn Andrason sem spilaði stórvel fyrir Víkinga sem lánsmaður á síðustu leiktíð. James Mack er óþekkt stærð í efstu deild en Víkingar binda miklar væntingar við Mohamed Didé á miðjunni. Missirinn er mikill hjá Víkingum og hefur þeim gengið erfiðlega að fylla í skörðin en að því sögðu fá mögulega fleiri uppaldir leikmenn tækifæri á að spila fleiri mínútur. Víkingar eru líklega ekki hættir á markaðnum en þeir geta ekki verið nógu sáttir við viðskiptin hingað til.Markaðseinkunn: c Hvað segir sérfræðingurinn? „Þetta verður krefjandi tímabil fyrir Víking. Bara með því að horfa á undirbúningstímabilið sér maður að liðið er ekkert á neitt sérstökum og stað og ef ég væri stuðningsmaður liðsins myndi ég hafa áhyggjur,“ segir Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna á Stöð 2 Sport. „Það er að fara í gang krefjandi tímabil fyrir Víking og Arnar Gunnlaugsson sem er að fara að stíga sitt annað tímabil sem aðalþjálfari.“ „Til þess að Víkingar eigi að lifa af þarf Sölvi, og vonandi Kári ef hann kemur, að binda liðið saman og spila sterkan varnarleik,“ segir Reynir. Í ljósi sögunnargrafík/gvendurVíkingar hafa fimm sinnum orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu, fyrst árið 1920 en síðast árið 1991. Víkingar unnu titilinn tvö ár í röð frá 1981 til 1982. Víkingur hefur einu sinni orðið bikarmeistari og það var árið 1971.Magnús Þorvaldsson á leikjametið hjá Víkingi en hann er sá eini sem hefur náð að spila yfir tvö hundruð leiki fyrir Víking í efstu deild (204). Magnús lék sína síðustu leiki fyrir félagið í síðustu sjö umferðunum sumarið 1985 eftir að hafa lagt skóna á hilluna eftir 1983 tímabilið.Heimir Karlsson er markahæsti leikmaður Víkinga í efstu deild en hann skoraði 37 mörk í 116 leikjum frá 1978 til 1984 og varð markakóngur deildarinnar á Íslandsmeistaraárinu 1982.Viktor Bjarki Arnarsson og Ívar Örn Jónsson hafa gefið flestar stoðsendingar fyrir Víkinga í efstu deild síðan að farið var að taka þær fyrst saman sumarið 1992 en báðir hafa gefið 12 stoðsendingar í Víkingsbúningnum. Vinsælasta sæti Víkinga í nútímafótbolta (1977-2018) er sjöunda sætið sem liðið hefur lent í sex sinnum, síðast árið 2016. Goðsögn sem myndi nýtast liðinu í sumar Víkingum vantar svo sannarlega markaskorara og væru í draumaheimi væntanlega meira en klárir í að geta nýtt krafta goðsagnarinnar Guðmundar Steinssonar sem fékk gullskóinn sem framherji Víkings Íslandsmeistaraárið 1991. Guðmundur skoraði þrettán mörk sumarið sem að Fossvogsliðið varð meistari í fimmta sinn í sögunni en enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir Víking á einu tímabili hvorki fyrr né síðar.
Pepsi Max-spáin 2019: Nýliðarnir í Kópavoginum stoppa stutt Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti í Pepsi Max-deildinni. 11. apríl 2019 10:00