Kallaður Páll Kvísling Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 09:16 Páll Magnússon nafngreinir nú þann mann sem hann telur fara fram með ósæmilegum hætti á netinu, í dólgslegum skrifum um mann og annan. Bak við hann má sjá Ásmund Friðriksson sem tengist umræddu máli. fbl/ernir „Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki. Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Ég nefndi engin dæmi um þetta en er nú kominn á þá skoðun að það verði að benda á brestina ef það á að vera hægt að laga þá,“ segir Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og nefnir til sögunnar nafna sinn Pál Þór Guðmundsson, sem þingmaðurinn telur að hafi farið offari með subbuskap í netskrifum sínum. Skömmu eftir áramót lýsti Páll því sem hann sagði spillt andrúmsloft og baktal í nánu samfélagi Vestmannaeyja. Hann sagði þá rógmælgina rekja til ýmissa hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu. Mátti þetta vera til marks um að allt logaði stafna á milli í pólitíkinni í Eyjum.Kallaður Páll Kvísling Nú stígur Páll skrefið til fulls og lýsir því nánar í pistli sem hann birtir á Eyjafréttum til hvers hann var að vísa. „Í kjölfar opins fundar þingflokks Sjálfstæðismanna í Ásgarði síðasta föstudag birti Ásmundur Friðriksson fjölmargar myndir frá fundinum á facebook síðu sinni, eins og hann er vanur. Á einni þeirra mátti sjá heiðursmennina Stefán Geir Gunnarsson og Stefán Jónsson. Myndin fylgir hér greininni. Undir þessa mynd skrifaði Páll Þór Guðmundsson þessa athugasemd: Kvislingar. (Reyndar skrifaði hann líka „Páll Kvísling“ undir mynd sem ég var á en látum það liggja milli hluta. Ég er víst það sem kallast opinber persóna og á að þola svona aðkast. Það er líka rétt að taka fram að Ásmundur eyddi þessu af síðunni sinni þannig að þetta er ekki þar lengur),“ skrifar Páll. Hvers eiga þeir Stebbi Geir og Stebbi á Grund að gjalda? Páll heldur áfram og spyr hvers þeir heiðursmenn Stebbi Geir og Stebbi á Grund eigi að gjalda? „Íslensk orðabók segir að merking orðsins kvislingur sé „landráðamaður, sá sem svíkur land sitt í hendur óvinaher”. Orðið er auðvitað dregið af nafni norska nasistans Vidkun Quisling sem var handbendi Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni og Norðmenn dæmdu til dauða fyrir landráð eftir stríðið. Hann var m.a. sakaður um að vera valdur að dauða um 1000 norskra Gyðinga.“ Þetta segir Páll ekki boðlegt: „Þetta er sem sé maðurinn sem Páll Þór Guðmundsson telur sér sæmandi að líkja þeim við, Stebba í Gerði og Stebba á Grund. Og af hverju líkir Páll þeim við landráðamann og morðingja? Jú, vegna þess að þeir höfðu aðra skoðun en hann í bæjarpólitíkinni.“ Páll lýkur pistli sínum á því að vísa til þess að allir eigi að geta verið sammála um að svona talsmáti um samferðarfólk gangi ekki.
Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. 4. janúar 2019 22:29