Stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu komst að því í morgun að lög sem banna fóstureyðingar í landinu væru í trássi við stjórnarskránna og því þarf að breyta þeim fyrir árslok 2020.
Lögin voru sett árið 1953 og samkvæmt þeim eiga konur sem fara í fóstureyðingu yfir höfði sér sektir eða fangelsisdóma, nema í undantekningartilfellum.
Suður-Kórea er eitt af fáum þróuðum ríkjum heimsins þar sem litið er á fóstureyðingu sem glæp en skoðanakannanir benda til að rúmur helmingur landsmanna vilji afnema lögin.
Stjórnarskrárdómstóllinn tók lögin fyrir að beiðni læknis, sem hélt því fram að bannið setji konur í hættu og skerði réttindi þeirra.
Bann við fóstureyðingum ekki í samræmi við stjórnarskrá Suður-Kóreu
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
