Ræðir við nemendur sína um umdeild og viðkvæm álitamál Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2019 08:45 Guðrún Ebba Ólafsdóttir segir að margt gott sé í skólakerfinu í dag en hins vegar megi alltaf gera betur. vísir/vilhelm Guðrún Ebba Ólafsdóttir, kennari í Laugalækjarskóla, er með diplóma í starfstengdri leiðsögn og þýddi jafnframt handbækurnar Viðkvæm álitamál og nemendur (e. Teaching Controversial Issues). Efni handbókarinnar er upphaflega hluti af aðgerðaáætlun Evrópusambandsins og Evrópuráðsins um lýðræði og mannréttindi og hefur Guðrún Ebba innleitt það í skólanum.Finnst þér notkun efnisins hafa borið árangur? Efnið er fyrst og fremst hugsað til að efla kennara til að fjalla um umdeild, viðkvæm álitamál með nemendum. Já, mér finnst þetta hafa borið árangur. Fyrir mig persónulega kannski af því að ég er óhræddari við að tala um erfið málefni við nemendur, til dæmis um klám, hryðjuverk, skotárásir í Bandaríkjunum, MeToo og staðalímyndir svo dæmi séu tekin. Mér finnst nemendur opnir og í rauninni þyrstir þá í að tala við fullorðna um þessi málefni. Þeir fá að viðra hugmyndir sínar án þess að eiga á hættu að vera dæmdir fyrir þær. Og spyrja óhikað erfiðra spurninga á móti.Hvernig finnst þér íslenskt skólakerfi í dag? Það er margt gott í skólakerfinu í dag. Við erum með börn og unglinga sem mörg hver geta hugsað sjálfstætt og á gagnrýnan hátt. Ég verð alltaf svo glöð þegar nemendur spyrja mig spurninga eins og: „Af hverju erum við að læra þetta?“ Hins vegar má alltaf gera betur. Enn eru skólar að vinna í nýja námsmatinu og mikill skortur á samræmingu. Það eru margir svo önnum kafnir, þar eru nemendur og foreldrar þeirra ekki undanskilin. Við getum eflt samstarf heimilis og skóla enn betur.Fer óhefðbundnar leiðir til að dýpka skilning Sveinn Leó Bogason, stærðfræðikennari í Glerárskóla, hefur vakið athygli fyrir öðruvísi kennsluhætti í stærðfræði. Hann segir að áhugi sé smitandi og að það skíni í gegn ef kennarar hafa áhuga á viðfangsefnum sínum.Hvernig kennsluhætti hefur þú tileinkað þér? Í stærðfræðikennslu minni reyni ég að skapa vinnuramma sem nemendur vinna innan. Ramminn er skýr og hvers ætlast er til af nemendum. Nemendur hafa svo frelsi til þess að vinna eins og þeim hentar, en alltaf innan rammans. Með því reyni ég að skapa einhvers konar umhverfi þar sem nemendur fá tækifæri til þess að fara fjölbreytilegar leiðir í námi sínu. Stærðfræðikennsla í gegnum upplýsingatækni hefur meðal annars þann kost að hægt er að nálgast sömu viðfangsefni stærðfræðinnar frá óteljandi mörgum mismunandi hliðum. Í kennslu reyni ég að byggja grunn á þeim viðfangsefnum sem ætlast er til að nemendur tileinki sér og svo fer ég í óhefðbundnar leiðir til þess að reyna að dýpka skilning nemenda á þeim viðfangsefnum. Mikilvægt er að byggja sterkan stærðfræðilegan grunn áður en vaðið er af stað í fjölbreytilegar kennsluaðferðir. Fyrir mér er upplýsingatækni og margbreytilegar nálganir í stærðfræði leið til þess að fara dýpra og að öðlast frekari þekkingu, til að byggja þekkingarlegan grunn. Með því að gefa nemendum tækifæri til að kynnast fleiri hliðum stærðfræðinnar, til dæmis í gegnum upplýsingatækni, vekur maður og viðheldur stærðfræðilegum á huga nemenda. Önnur nálgun, sem stendur mér nærri, er einmitt áhugi. Áhugi er smitandi og þegar kennarar sýna viðfangsefnum sínum áhuga smitast það út í nemendahópinn sem gerir það að verkum að nemendur njóta þess að afla sér frekari upplýsinga eða þekkingar. Með því er sigurinn oftar en ekki unninn.Hvað finnst þér mikilvægast þegar kemur að kennslu? Erfitt er að segja hvað mér þyki mikilvægast í kennslu en skipulag, regluverk, vinnurammi og skýrar leikreglur standa öðru framar ásamt áhuga og vilja til þess að prófa nýja og framandi hluti án þess að vera hræddur um að það mistakist. Mistök í kennslu eru nefnilega gríðarlega mikilvæg og gefa manni tækifæri til þess að lagfæra kennsluaðferðir sínar, skipulag og hreinlega nálgun sína að kennslu, svo lengi sem maður er tilbúinn að læra af þeim.Finnst þér gott svigrúm fyrir nýja og unga kennara í dag til að fá frelsi til að skapa eigin aðferðir í kennslu? Í mínu tilfelli hef ég fengið svigrúm til þess að prófa nýja hluti og fara út fyrir kassann til þess að skapa mínar eigin aðferðir í kennslu. Það stendur ef laust og fellur með skólastjórnendum í hverjum skóla fyrir sig. Ég hef verið svo heppinn að hljóta og upplifa stuðning, frelsi og traust frá skólastjórnendunum innan veggja Glerárskóla sem ýtir enn frekar undir áhuga minn á því að þróa og bæta mína eigin kennslu. Hið sama má segja um samkennara mína og annað samstarfsfólk sem allt hefur tekið mér og mínum hugmyndum opnum örmum. Það gefur manni mikið.Verkefni sem snýr að vellíðan ungmenna Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún stýrir íslenska hlutanum af stóru samevrópsku verkefni sem hefur hlotið nær 100 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til að stuðla að vellíðan ungmenna.Út á hvað gengur samevrópska verkefnið UPRIGHT? Meginmarkmið þessa samevrópska verkefnis er að stuðla að vellíðan unglinga með því að efla seiglu þeirra og getu til að takast á við krefjandi verkefni unglingsáranna, sem er það tímabil ævinnar sem einkennist af örum breytingum. Verkefninu er jafnframt ætlað að auka vellíðan allra í skólasamfélaginu þar sem kennarar og annað starfsfólk skólanna er lykilpersónur ásamt foreldrum. Það eru augljós merki um aukið áreiti í íslensku samfélagi sem hefur veruleg áhrif á börn og unglinga. Því er áríðandi að finna bjargráð sem veitir þjálfun í sjálfsstjórn og samskiptum. Einnig er mikilvægt fyrir ungt fólk að þekkja eigin gildi, styrkleika og jafnframt takmarkanir. UPRIGHTverkefnið miðar að því að þróa og prófa námsefni og námsumhverfi sem þjálfar unglinga á aldrinum 12 til 14 ára, kennara og fjölskyldur þeirra við styrkingu sjálfstrausts auk þess að bæta félags- og tilfinningahæfni þeirra, meðal annars í gegnum núvitund. Þrír tilraunaskólar og þrír viðmiðunarskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í verkefninu og er þátttaka allra hvort sem þeir taka þátt í tilrauninni eða koma inn sem viðmiðunarskólar til að meta inngripið mjög mikilvæg til að við getum unnið saman að þróun aðferða sem virka í skólastarfi.Hefur verkefnið verið unnið í öðrum löndum? Já, verkefnið er unnið í fimm Evrópulöndum samtímis. Það er styrkt af Evrópusambandinu sem hluti af Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. Hlutur Háskóla Íslands er tæpar 100 milljónir króna en alls fékk verkefnið styrk sem hljóðar upp á röskan hálfan milljarð króna til fjögurra ára. Við erum þverfaglegt teymi við Háskóla Íslands ásamt sérfræðingum frá Embætti landlæknis sem vinnum að verkefninu að ógleymdu starfsfólki skólanna sex. Fylgjast má með verkefninu á Facebook síðunni Uprightproject. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, kennari í Laugalækjarskóla, er með diplóma í starfstengdri leiðsögn og þýddi jafnframt handbækurnar Viðkvæm álitamál og nemendur (e. Teaching Controversial Issues). Efni handbókarinnar er upphaflega hluti af aðgerðaáætlun Evrópusambandsins og Evrópuráðsins um lýðræði og mannréttindi og hefur Guðrún Ebba innleitt það í skólanum.Finnst þér notkun efnisins hafa borið árangur? Efnið er fyrst og fremst hugsað til að efla kennara til að fjalla um umdeild, viðkvæm álitamál með nemendum. Já, mér finnst þetta hafa borið árangur. Fyrir mig persónulega kannski af því að ég er óhræddari við að tala um erfið málefni við nemendur, til dæmis um klám, hryðjuverk, skotárásir í Bandaríkjunum, MeToo og staðalímyndir svo dæmi séu tekin. Mér finnst nemendur opnir og í rauninni þyrstir þá í að tala við fullorðna um þessi málefni. Þeir fá að viðra hugmyndir sínar án þess að eiga á hættu að vera dæmdir fyrir þær. Og spyrja óhikað erfiðra spurninga á móti.Hvernig finnst þér íslenskt skólakerfi í dag? Það er margt gott í skólakerfinu í dag. Við erum með börn og unglinga sem mörg hver geta hugsað sjálfstætt og á gagnrýnan hátt. Ég verð alltaf svo glöð þegar nemendur spyrja mig spurninga eins og: „Af hverju erum við að læra þetta?“ Hins vegar má alltaf gera betur. Enn eru skólar að vinna í nýja námsmatinu og mikill skortur á samræmingu. Það eru margir svo önnum kafnir, þar eru nemendur og foreldrar þeirra ekki undanskilin. Við getum eflt samstarf heimilis og skóla enn betur.Fer óhefðbundnar leiðir til að dýpka skilning Sveinn Leó Bogason, stærðfræðikennari í Glerárskóla, hefur vakið athygli fyrir öðruvísi kennsluhætti í stærðfræði. Hann segir að áhugi sé smitandi og að það skíni í gegn ef kennarar hafa áhuga á viðfangsefnum sínum.Hvernig kennsluhætti hefur þú tileinkað þér? Í stærðfræðikennslu minni reyni ég að skapa vinnuramma sem nemendur vinna innan. Ramminn er skýr og hvers ætlast er til af nemendum. Nemendur hafa svo frelsi til þess að vinna eins og þeim hentar, en alltaf innan rammans. Með því reyni ég að skapa einhvers konar umhverfi þar sem nemendur fá tækifæri til þess að fara fjölbreytilegar leiðir í námi sínu. Stærðfræðikennsla í gegnum upplýsingatækni hefur meðal annars þann kost að hægt er að nálgast sömu viðfangsefni stærðfræðinnar frá óteljandi mörgum mismunandi hliðum. Í kennslu reyni ég að byggja grunn á þeim viðfangsefnum sem ætlast er til að nemendur tileinki sér og svo fer ég í óhefðbundnar leiðir til þess að reyna að dýpka skilning nemenda á þeim viðfangsefnum. Mikilvægt er að byggja sterkan stærðfræðilegan grunn áður en vaðið er af stað í fjölbreytilegar kennsluaðferðir. Fyrir mér er upplýsingatækni og margbreytilegar nálganir í stærðfræði leið til þess að fara dýpra og að öðlast frekari þekkingu, til að byggja þekkingarlegan grunn. Með því að gefa nemendum tækifæri til að kynnast fleiri hliðum stærðfræðinnar, til dæmis í gegnum upplýsingatækni, vekur maður og viðheldur stærðfræðilegum á huga nemenda. Önnur nálgun, sem stendur mér nærri, er einmitt áhugi. Áhugi er smitandi og þegar kennarar sýna viðfangsefnum sínum áhuga smitast það út í nemendahópinn sem gerir það að verkum að nemendur njóta þess að afla sér frekari upplýsinga eða þekkingar. Með því er sigurinn oftar en ekki unninn.Hvað finnst þér mikilvægast þegar kemur að kennslu? Erfitt er að segja hvað mér þyki mikilvægast í kennslu en skipulag, regluverk, vinnurammi og skýrar leikreglur standa öðru framar ásamt áhuga og vilja til þess að prófa nýja og framandi hluti án þess að vera hræddur um að það mistakist. Mistök í kennslu eru nefnilega gríðarlega mikilvæg og gefa manni tækifæri til þess að lagfæra kennsluaðferðir sínar, skipulag og hreinlega nálgun sína að kennslu, svo lengi sem maður er tilbúinn að læra af þeim.Finnst þér gott svigrúm fyrir nýja og unga kennara í dag til að fá frelsi til að skapa eigin aðferðir í kennslu? Í mínu tilfelli hef ég fengið svigrúm til þess að prófa nýja hluti og fara út fyrir kassann til þess að skapa mínar eigin aðferðir í kennslu. Það stendur ef laust og fellur með skólastjórnendum í hverjum skóla fyrir sig. Ég hef verið svo heppinn að hljóta og upplifa stuðning, frelsi og traust frá skólastjórnendunum innan veggja Glerárskóla sem ýtir enn frekar undir áhuga minn á því að þróa og bæta mína eigin kennslu. Hið sama má segja um samkennara mína og annað samstarfsfólk sem allt hefur tekið mér og mínum hugmyndum opnum örmum. Það gefur manni mikið.Verkefni sem snýr að vellíðan ungmenna Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún stýrir íslenska hlutanum af stóru samevrópsku verkefni sem hefur hlotið nær 100 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til að stuðla að vellíðan ungmenna.Út á hvað gengur samevrópska verkefnið UPRIGHT? Meginmarkmið þessa samevrópska verkefnis er að stuðla að vellíðan unglinga með því að efla seiglu þeirra og getu til að takast á við krefjandi verkefni unglingsáranna, sem er það tímabil ævinnar sem einkennist af örum breytingum. Verkefninu er jafnframt ætlað að auka vellíðan allra í skólasamfélaginu þar sem kennarar og annað starfsfólk skólanna er lykilpersónur ásamt foreldrum. Það eru augljós merki um aukið áreiti í íslensku samfélagi sem hefur veruleg áhrif á börn og unglinga. Því er áríðandi að finna bjargráð sem veitir þjálfun í sjálfsstjórn og samskiptum. Einnig er mikilvægt fyrir ungt fólk að þekkja eigin gildi, styrkleika og jafnframt takmarkanir. UPRIGHTverkefnið miðar að því að þróa og prófa námsefni og námsumhverfi sem þjálfar unglinga á aldrinum 12 til 14 ára, kennara og fjölskyldur þeirra við styrkingu sjálfstrausts auk þess að bæta félags- og tilfinningahæfni þeirra, meðal annars í gegnum núvitund. Þrír tilraunaskólar og þrír viðmiðunarskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í verkefninu og er þátttaka allra hvort sem þeir taka þátt í tilrauninni eða koma inn sem viðmiðunarskólar til að meta inngripið mjög mikilvæg til að við getum unnið saman að þróun aðferða sem virka í skólastarfi.Hefur verkefnið verið unnið í öðrum löndum? Já, verkefnið er unnið í fimm Evrópulöndum samtímis. Það er styrkt af Evrópusambandinu sem hluti af Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. Hlutur Háskóla Íslands er tæpar 100 milljónir króna en alls fékk verkefnið styrk sem hljóðar upp á röskan hálfan milljarð króna til fjögurra ára. Við erum þverfaglegt teymi við Háskóla Íslands ásamt sérfræðingum frá Embætti landlæknis sem vinnum að verkefninu að ógleymdu starfsfólki skólanna sex. Fylgjast má með verkefninu á Facebook síðunni Uprightproject.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira