„Væri heimskulegt að nýta sér það ekki" Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. apríl 2019 21:46 Brittanny í leik í vetur. vísir/bára Keflavík vann í kvöld Stjörnuna 91-67 í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. Staðan í einvíginu fyrir leik var 2-0 fyrir Stjörnunni svo sigur í kvöld var nauðsynlegur fyrir Keflavík. Brittany Dinkins leikmaður Keflavíkur var skiljanlega mjög ánægð eftir leik kvöldsins. Brittany fann ekki skotið sitt nægilega vel í seinustu leikjum. Í kvöld var hún hinsvegar á eldi á köflum og skoraði 36 stig úr 24 skotum. „Í hinum leikjunum var ég oft að hika og hafa áhyggjur af að koma liðsfélögum mínum inn í leikinn. Í kvöld fór ég bara aftur í þau atriði sem komu okkur í gegnum deildarkeppnina. Þetta byrjaði hjá mér, ég vissi að ef ég kæmist aftur í gang þá værum við líklegar til að vinna.” „Í fyrstu tveimur leikjunum var ég ekki að leita að skotunum mínum en í kvöld var ég að því og þau voru heldur betur að detta niður.” Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðs við Keflavíkur í lok deildarkeppnarinnar. Brittany hafði aldrei áður spilað með Söru en það sást vel í kvöld að þær geta spilað frábærlega saman. „Ég elska Söru. Ég gjörsamlega elska hana. Hún er algjörlega sá leikmaður sem við þurftum á að halda. Við erum eina liðið sem er bara með amerískan leikmann en engan Bosman-leikmann.” „Sara býr yfir miklum gæðum og að hún sé íslenskur leikmaður gefur okkur mjög mikið. Hún býr til mikið pláss fyrir mig til að búa mér til færi. Sömuleiðis getur hún líka gert sína hluti sóknarlega.” Bríet Sif Hinriksdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir voru ekki með Stjörnunni í kvöld en þær voru báðar meiddar. Keflavík nýttu sér það en Stjarnan er ekki með sömu breidd og Keflavík. „Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hafði. Allar þær sem spila eru í körfuboltaliði svo þær ættu að vera nokkuð góðar. Ef leikmenn eru meiddir verða aðrir leikmenn að koma inn og fylla í skarðið.” „Þetta er úrslitakeppnin. Þeir leikmenn sem reima á sig skóna spila og það er bara þannig. Þær voru með meiðsli og við nýttum okkur það augljóslega en það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.” Serían fer aftur í Garðarbæinn á sunnudaginn þar sem Keflavík getur jafnað. Endurkoma frá Keflavík í þessari seríu væri mögnuð en þær ætla ekki að missa sig í gleðinni yfir að vinna einn leik. „Mér líður vel fyrir næsta leik. Ég ætla samt ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Ég bara svöng og þetta gerir mig bara svengri. Við vitum að við þurfum að taka þetta einn leik í einu. Við erum ekkert að flýta okkur, við náðum bara í þennan fyrsta sigur.” „Við ætlum að skoða hvað við gerðum vel í kvöld. Við ætlum að halda áfram að gera þá hluti í næsta leik og við ætlum að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við vitum að þær eru ekki lið sem hættir. Þær munu koma inn í þann leik og reyna að klára seríuna.” Verður þú Íslandsmeistari í vor? „Markmiðið er að standa uppi sem Íslandsmeistari. Ég er manneskja sem vill standa við orð sín. Eins og ég spilaði fyrstu tvo leikina hefði maður ekki haldið að við gætum unnið titilinn. En markmiðið er að verða Íslandsmeistari það er eina sem ég get sagt þér. Markmiðið er enn í sjónmáli en við ætlum bara að taka þetta einn leik í einu.” Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Keflavík vann í kvöld Stjörnuna 91-67 í úrslitakeppni Dominos deildar kvenna. Staðan í einvíginu fyrir leik var 2-0 fyrir Stjörnunni svo sigur í kvöld var nauðsynlegur fyrir Keflavík. Brittany Dinkins leikmaður Keflavíkur var skiljanlega mjög ánægð eftir leik kvöldsins. Brittany fann ekki skotið sitt nægilega vel í seinustu leikjum. Í kvöld var hún hinsvegar á eldi á köflum og skoraði 36 stig úr 24 skotum. „Í hinum leikjunum var ég oft að hika og hafa áhyggjur af að koma liðsfélögum mínum inn í leikinn. Í kvöld fór ég bara aftur í þau atriði sem komu okkur í gegnum deildarkeppnina. Þetta byrjaði hjá mér, ég vissi að ef ég kæmist aftur í gang þá værum við líklegar til að vinna.” „Í fyrstu tveimur leikjunum var ég ekki að leita að skotunum mínum en í kvöld var ég að því og þau voru heldur betur að detta niður.” Sara Rún Hinriksdóttir kom til liðs við Keflavíkur í lok deildarkeppnarinnar. Brittany hafði aldrei áður spilað með Söru en það sást vel í kvöld að þær geta spilað frábærlega saman. „Ég elska Söru. Ég gjörsamlega elska hana. Hún er algjörlega sá leikmaður sem við þurftum á að halda. Við erum eina liðið sem er bara með amerískan leikmann en engan Bosman-leikmann.” „Sara býr yfir miklum gæðum og að hún sé íslenskur leikmaður gefur okkur mjög mikið. Hún býr til mikið pláss fyrir mig til að búa mér til færi. Sömuleiðis getur hún líka gert sína hluti sóknarlega.” Bríet Sif Hinriksdóttir og Auður Íris Ólafsdóttir voru ekki með Stjörnunni í kvöld en þær voru báðar meiddar. Keflavík nýttu sér það en Stjarnan er ekki með sömu breidd og Keflavík. „Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hafði. Allar þær sem spila eru í körfuboltaliði svo þær ættu að vera nokkuð góðar. Ef leikmenn eru meiddir verða aðrir leikmenn að koma inn og fylla í skarðið.” „Þetta er úrslitakeppnin. Þeir leikmenn sem reima á sig skóna spila og það er bara þannig. Þær voru með meiðsli og við nýttum okkur það augljóslega en það væri heimskulegt að nýta sér það ekki.” Serían fer aftur í Garðarbæinn á sunnudaginn þar sem Keflavík getur jafnað. Endurkoma frá Keflavík í þessari seríu væri mögnuð en þær ætla ekki að missa sig í gleðinni yfir að vinna einn leik. „Mér líður vel fyrir næsta leik. Ég ætla samt ekki að taka neinu sem sjálfsögðum hlut. Ég bara svöng og þetta gerir mig bara svengri. Við vitum að við þurfum að taka þetta einn leik í einu. Við erum ekkert að flýta okkur, við náðum bara í þennan fyrsta sigur.” „Við ætlum að skoða hvað við gerðum vel í kvöld. Við ætlum að halda áfram að gera þá hluti í næsta leik og við ætlum að koma inn í þann leik af fullum krafti. Við vitum að þær eru ekki lið sem hættir. Þær munu koma inn í þann leik og reyna að klára seríuna.” Verður þú Íslandsmeistari í vor? „Markmiðið er að standa uppi sem Íslandsmeistari. Ég er manneskja sem vill standa við orð sín. Eins og ég spilaði fyrstu tvo leikina hefði maður ekki haldið að við gætum unnið titilinn. En markmiðið er að verða Íslandsmeistari það er eina sem ég get sagt þér. Markmiðið er enn í sjónmáli en við ætlum bara að taka þetta einn leik í einu.”
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 91-67 | Keflavík hélt sér á lífi Ekkert sumarfrí hjá Keflavík. 10. apríl 2019 22:30