Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2019 13:30 Paula Lehtomäki framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, Ola Elvestuen loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Kimmo Tiilikainen húsnæðis-, orkumála- og umhverfisráðherra Finnlands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Jakob Ellemann-Jensen umhverfis- og matvælaráðherra Danmerkur, Karen Motzfeldt fulltrúi Grænlands á fundinum og Lars Ronnås loftslagssendiherra Svíþjóðar. Mynd/Umhverfisráðuneytið „Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni. Umhverfismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
„Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni.
Umhverfismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira