Sjáið dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 11:30 Dirk Nowitzki veifar til þeirra Charles Barkley, Scottie Pippen, Larry Bird, Shawn Kemp og Detlef Schrempf sem voru mættir til að heiðra hann í nótt. Getty/Ronald Martinez NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019 NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira