Klopp baðst afsökunar á því að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 10:30 Jürgen Klopp faðmar Jordan Henderson. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira