Koma á laggirnar sorgarmiðstöð fyrir börn sem misst hafa foreldri sitt Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:00 Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira