Gísli ábyrgðarfullur og skilningsríkur að sögn yfirmanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 14:44 Oddvar Jenssen rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Sjá meira
Oddvar Jenssen, yfirmaður Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var skotinn til bana aðfaranótt laugardags í sjávarþorpinu Mehamn í Norður-Noregi, lýstir hinum látna sem ábyrgðarfullum og skilningsríkum einstaklingi í viðtölum við héraðsblöðin iFinnmark og Fiskeribladed. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um að hafa orðið Gísla að bana en tveir sitja nú í varðhaldi í tengslum við manndrápið. Hinn er grunaður um aðild að málinu en neitar sök. Í kvöld verða báðir leiddir fyrir dómara og þeir síðan yfirheyrðir á miðvikudag. Vísir greindi frá því í dag að Gunnar Jóhann ætti brotaferil að baki. Hann hefur hlotið dóm bæði fyrir nauðgun og grófa líkamsárás.Sjá nánar: Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Oddvar rekur bæði fiskvinnslufyrirtækið Nordkyn Seafood og hótelið Arctic Hotel Mehamn í Norður-Noregi. Auk þess að vera sjómaður sinnti Gísli dyravörslu á hóteli vinnuveitanda síns þegar þess þurfti. „Hann var einstaklega flinkur í mannlegum samskiptum líka. Hann var rólegur og yfirvegaður,“ sagði Oddvar. Það hafi alltaf verið hægt að treysta á Gísla. Hann hafi verið sannkallaður toppnáungi að sögn Oddvars. Gísli gerði út eigin bát en lagði upp hjá Nordkyn Seafood. Oddvar segir að hann hafi verið harðduglegur og verið að safna sér fyrir stærri bát. Oddvar segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum. Þetta kemur heim og saman við lýsingar Tronds Einars Olaussen, bæjarstjóra Gamvik. Gísli hafi verið afar áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara indæl manneskja,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við fréttastofu. Hann hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Gísli lætur eftir sig unnustu og fósturbörn.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. 29. apríl 2019 12:52
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00