Gísli vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 11:57 Trond Einar Olaussen bæjarstjóri Gamvik segir íbúa slegna vegna voðaverksins. „Þetta er bara svo „trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik um morðið á hinum fertuga Íslendingi Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var skotinn til bana í miðbæ sjávarþorpsins Mehamn í Finnmörku í norðurhluta Noregs aðfaranótt laugardags. „Hver einasti bæjarbúi er meðvitaður um þetta og allir taka þetta afar nærri sér, djúpt inn í hjartað. Þetta er okkur afar þungbært,“ segir Trond í samtali við fréttastofu. Fólk sé í sárum og gráti mikið. Tveir eru í haldi norsku lögreglunnar vegna málsins, annar er grunaður um morð og hinn er grunaður um að vera meðsekur. Sá sem er grunaður um morðið er hálfbróðir hins látna.Sjá nánar: Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrði á miðvikudag Trond Einar segir að Gísli hafi verið afar vel liðinn í bænum og áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Gísli hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Hann var fertugur sjómaður og lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Gamvik er á meðal nyrstu byggðarlaga í heimi. Um 900 manns búa í sjávarþorpinu Mehamn en 1150 í Gamvik. Trond Einar segir að, gróflega áætlað, búi um 30-40 Íslendingar á svæðinu og mætti segja á hjara veraldar.Býður Íslendinga velkomna „Þetta fólk er okkur afar mikilvægt,“ segir Gamvik um Íslendingana í Mehamn. Íslendingarnir séu harðduglegir og kunni til verka. „Íslenska fólkið er alltaf velkomið til Gamvikur.“ Aðspurður hvort Íslendingarnir leiti þangað aðeins til að vinna svarar Trond Einar því til að Íslendingarnir hafi fasta búsetu í Gamvik. „Þau eignast börn hér og fjárfesta í húsnæði. Þau búa hérna. Þau koma ekki aðeins hingað til að vinna heldur líka til að taka þátt í samfélaginu okkar og lifa lífinu,“ segir Trond Einar sem ítrekar mikilvægi íslenskra íbúa fyrir samfélagið í Gamvik. Hann kunni vel að meta þá. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
„Þetta er bara svo „trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik um morðið á hinum fertuga Íslendingi Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var skotinn til bana í miðbæ sjávarþorpsins Mehamn í Finnmörku í norðurhluta Noregs aðfaranótt laugardags. „Hver einasti bæjarbúi er meðvitaður um þetta og allir taka þetta afar nærri sér, djúpt inn í hjartað. Þetta er okkur afar þungbært,“ segir Trond í samtali við fréttastofu. Fólk sé í sárum og gráti mikið. Tveir eru í haldi norsku lögreglunnar vegna málsins, annar er grunaður um morð og hinn er grunaður um að vera meðsekur. Sá sem er grunaður um morðið er hálfbróðir hins látna.Sjá nánar: Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrði á miðvikudag Trond Einar segir að Gísli hafi verið afar vel liðinn í bænum og áberandi í bæjarlífinu og þá sérstaklega á menningarsviðinu. „Gísli hafði mikilvægu hlutverki að gegna í bænum. Hann var mikið í menningarsenunni og vann með ungu fólki í tónlist og var bara afar indæl manneskja.“Bæjarstjórinn í Gamvik segir Gísla hafa verið afar vel liðinn í bænum.Gísli hafi haft yfirumsjón með tónlistarverkefni fyrir ungt fólk í bænum. Hann var fertugur sjómaður og lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Gamvik er á meðal nyrstu byggðarlaga í heimi. Um 900 manns búa í sjávarþorpinu Mehamn en 1150 í Gamvik. Trond Einar segir að, gróflega áætlað, búi um 30-40 Íslendingar á svæðinu og mætti segja á hjara veraldar.Býður Íslendinga velkomna „Þetta fólk er okkur afar mikilvægt,“ segir Gamvik um Íslendingana í Mehamn. Íslendingarnir séu harðduglegir og kunni til verka. „Íslenska fólkið er alltaf velkomið til Gamvikur.“ Aðspurður hvort Íslendingarnir leiti þangað aðeins til að vinna svarar Trond Einar því til að Íslendingarnir hafi fasta búsetu í Gamvik. „Þau eignast börn hér og fjárfesta í húsnæði. Þau búa hérna. Þau koma ekki aðeins hingað til að vinna heldur líka til að taka þátt í samfélaginu okkar og lifa lífinu,“ segir Trond Einar sem ítrekar mikilvægi íslenskra íbúa fyrir samfélagið í Gamvik. Hann kunni vel að meta þá.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27 Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Noregi Maðurinn hét Gísli Þór Þórarinsson og var fertugur að aldri. 28. apríl 2019 12:13
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30
Hafði áður hótað bróður sínum og sætti nálgunarbanni Íslendingur sem er grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana hefur ekki viljað láta yfirheyra sig enn sem komið er. 28. apríl 2019 12:27
Áfall að heyra af morðinu í Mehamn Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður. 29. apríl 2019 06:00