Enginn getur tekið sér lögregluvald Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. apríl 2019 11:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir „Auðvitað getur enginn tekið sér lögregluvald sem ekki hefur lögregluvald,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar og starfandi dómsmálaráðherra, um framgöngu tveggja manna á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um þriðja orkupakkann á laugardagskvöld þegar tveir hælisleitendur stóðu upp og kröfðu Þórdísi um svör vegna stöðu hælisleitenda á Íslandi. Þegar hælisleitendurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir óeinkennisklæddir menn upp, gripu í hælisleitendurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lögreglan“. Mennirnir settust að lokum niður og héldu fundarhöld áfram með eðlilegum hætti þar til yfir lauk. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og fundarstjóri, sagði á fundinum að ekki væri þörf á að hringja í lögregluna en hann benti á mennina tvo og sagði að þeir væru lögreglan. Hann sagði í kjölfar fundarins að mennirnir væru fyrrverandi lögregluþjónar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiksins. „Þarna komu upp aðstæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti einhvern veginn að halda stjórn á fundinum,“ sagði Þórdís Kolbrún í Silfrinu í gærmorgun. „Þetta var óþægilegt og lögreglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá einhvern veginn lögreglumenn í búningum og grípa til aðgerða á einhverjum fundi,“ segir hún og bætir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lögregluvald taki sér það. „Auðvitað getur enginn tekið sér slíkt vald.“ Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira
„Auðvitað getur enginn tekið sér lögregluvald sem ekki hefur lögregluvald,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar og starfandi dómsmálaráðherra, um framgöngu tveggja manna á fundi Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um þriðja orkupakkann á laugardagskvöld þegar tveir hælisleitendur stóðu upp og kröfðu Þórdísi um svör vegna stöðu hælisleitenda á Íslandi. Þegar hælisleitendurnir báru upp erindi sitt stóðu tveir óeinkennisklæddir menn upp, gripu í hælisleitendurna og sögðu: „We are the police,“ eða „við erum lögreglan“. Mennirnir settust að lokum niður og héldu fundarhöld áfram með eðlilegum hætti þar til yfir lauk. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og fundarstjóri, sagði á fundinum að ekki væri þörf á að hringja í lögregluna en hann benti á mennina tvo og sagði að þeir væru lögreglan. Hann sagði í kjölfar fundarins að mennirnir væru fyrrverandi lögregluþjónar og það hefði hann gleymt að taka fram í hita leiksins. „Þarna komu upp aðstæður sem komu öllum í opna skjöldu. Við vorum búin að eiga góðan fund og það þurfti einhvern veginn að halda stjórn á fundinum,“ sagði Þórdís Kolbrún í Silfrinu í gærmorgun. „Þetta var óþægilegt og lögreglan var á staðnum þótt hún hafi ekki verið inni. Það langar engan að fá einhvern veginn lögreglumenn í búningum og grípa til aðgerða á einhverjum fundi,“ segir hún og bætir við að það sé þó ekki rétt að menn sem hafi ekki lögregluvald taki sér það. „Auðvitað getur enginn tekið sér slíkt vald.“
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55