Aukið álag og engin árshátíð vegna WOW Birna Dröfn skrifar 29. apríl 2019 08:00 Mikið álag fylgdi falli WOW air en þar að auki þurfti að blása af árshátíð stofnunarinnar því starfsfólk átti flug með félaginu. Fréttablaðið/Jóhanna Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ástæðu þess að hætt var við árshátíðarferð stofnunarinnar vera bæði aukið álag ásamt því að fljúga átti út með WOW air. Starfsfólkið átti að sögn Unnar bókað flug út með WOW air en heim með öðru flugfélagi. Hún segir að þrátt fyrir að líklega hefði verið hægt að koma fólkinu á leiðarenda hafi tímasetningin ekki hentað vegna mikilla anna. Ferðina átti að fara um liðna helgi. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Vinnumálastofnunar vegna gjaldþrots WOW air en í byrjun mánaðarins höfðu stofnuninni borist um 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur frá fyrrverandi starfsfólki flugfélagsins.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Þegar svona gerist þá þarf að tryggja að allir sem eiga bótarétt fái greiðslur sem fyrst og núna um mánaðamótin eru að koma greiðslur til þeirra. Það fylgir því heilmikil vinna,“ segir Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir að vegna þessa hafi ferðinni verið aflýst og bætir við að starfsfólk stofnunarinnar hafa verið svekkt til að byrja með en sé þó sammála um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hafði hugsað sér að ferðast til Rotterdam í Hollandi og skemmta sér saman en Unnur segir að gjaldþrot WOW air hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við héldum að yrði venjulegur aprílmánuður þegar við skipulögðum ferðina varð að einhverju allt öðru. Það er miklu meira að gera hér en vanalega. Starfsfólkið er auðvitað fúlt yfir því að missa af ferðinni en hér er samt sem áður góð stemning, starfsfólkið stendur saman og skilur aðstæður.“ Unnur segir alla starfsmenn hafa fengið ferðina endurgreidda að fullu en starfsfólk fjármagnaði ferðina sjálft. Vilmar tekur undir orð Unnar og segir stemninguna á vinnustaðnum góða. „Það er svolítið skrítið að þegar það þurfa allir að leggjast á eitt þá verður stemningin oft góð, þó að það sé brjálað að gera.“ Unnur og Vilmar segja mikilvægt að sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir vel unnin störf og að stefnt sé að því að skipuleggja aðra ferð sem farin verði við betri aðstæður. Einnig segja þau það vera á stefnuskránni að halda vorfagnað í maí þar sem starfsfólkið gerir sér glaðan dag og fagnar saman vorinu. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45 Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ástæðu þess að hætt var við árshátíðarferð stofnunarinnar vera bæði aukið álag ásamt því að fljúga átti út með WOW air. Starfsfólkið átti að sögn Unnar bókað flug út með WOW air en heim með öðru flugfélagi. Hún segir að þrátt fyrir að líklega hefði verið hægt að koma fólkinu á leiðarenda hafi tímasetningin ekki hentað vegna mikilla anna. Ferðina átti að fara um liðna helgi. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Vinnumálastofnunar vegna gjaldþrots WOW air en í byrjun mánaðarins höfðu stofnuninni borist um 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur frá fyrrverandi starfsfólki flugfélagsins.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Þegar svona gerist þá þarf að tryggja að allir sem eiga bótarétt fái greiðslur sem fyrst og núna um mánaðamótin eru að koma greiðslur til þeirra. Það fylgir því heilmikil vinna,“ segir Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir að vegna þessa hafi ferðinni verið aflýst og bætir við að starfsfólk stofnunarinnar hafa verið svekkt til að byrja með en sé þó sammála um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hafði hugsað sér að ferðast til Rotterdam í Hollandi og skemmta sér saman en Unnur segir að gjaldþrot WOW air hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við héldum að yrði venjulegur aprílmánuður þegar við skipulögðum ferðina varð að einhverju allt öðru. Það er miklu meira að gera hér en vanalega. Starfsfólkið er auðvitað fúlt yfir því að missa af ferðinni en hér er samt sem áður góð stemning, starfsfólkið stendur saman og skilur aðstæður.“ Unnur segir alla starfsmenn hafa fengið ferðina endurgreidda að fullu en starfsfólk fjármagnaði ferðina sjálft. Vilmar tekur undir orð Unnar og segir stemninguna á vinnustaðnum góða. „Það er svolítið skrítið að þegar það þurfa allir að leggjast á eitt þá verður stemningin oft góð, þó að það sé brjálað að gera.“ Unnur og Vilmar segja mikilvægt að sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir vel unnin störf og að stefnt sé að því að skipuleggja aðra ferð sem farin verði við betri aðstæður. Einnig segja þau það vera á stefnuskránni að halda vorfagnað í maí þar sem starfsfólkið gerir sér glaðan dag og fagnar saman vorinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45 Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00