Hætta við að skilja afríska hlaupara útundan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 13:38 Útspil skipuleggjenda hlaupsins vakti mikla athugli. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Bryn Lennon/Getty Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku. Hlaup Ítalía Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku.
Hlaup Ítalía Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira