Umhverfisráðherra plokkar við Vesturlandsveg: „Sorp er fyrst og fremst verðmæti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 11:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var mættur að plokka við Vesturlandsveg ásamt vöskum plokkurum. Vísir/Friðrik Þór Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór
Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira