Fundu bleika hnífa í skólastofu prinsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 19:50 Hishahito prins ásamt foreldrum sínum, prinsinum Akishino og Kiko prinsessu, fyrir utan grunnskólann hans í Tókýó. Getty/The Asahi Shimbun Japanska lögreglan hefur blásið til rannsóknar eftir að tveir hnífar fundust í skólastofu barnabarns Japanskeisara - skammt frá borði hins 12 ára gamla prins. Að sögn þarlendra miðla grandskoðar lögreglan upptökur úr öryggismyndavélum skólans. Talið er að á þeim sjáist maður sem sagður er hafa brugðið sér í gervi iðnaðarmanns til að komast inn í grunnskólann þar sem Hisahito stundar nám. Prinsinn og bekkjarfélagar hans voru annars staðar í byggingunni þegar maðurinn er talinn hafa komið hnífunum fyrir í skólastofunni. Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en heimildir breska ríkisútvarpsins herma að búið hafi verið að mála hnífana bleika. Auk þess hafi stólarnir í skólastofunni verið merktir með nöfnum barnanna og því hafi óþekkti maðurinn vitað hvar borð prinsins var að finna. Þrátt fyrir að prinsinn, sem í næstu viku verður annar í erfðaröðinni, sé alla jafna í fylgd lögreglumanna þá fylgja þeir honum ekki inn í skólastofurnar að sögn talsmanns keisarahallarinnar. Afi prinsins, keisarinn Akihito, mun formlega afsala sér krúnunni af heilsufarsástæðum á þriðjudaginn í næstu viku. Rúm 200 ár eru síðan að Japanskeisara afsalaði sér síðast krúnunni. Sonur Akihito, krónprinsinn Naruhito, tekur við embætti keisarans þann 1. maí. Embættið er valdalaust en þykir mikið sameiningartákn. Keisarafjölskyldan er sögð vinsæl þar í landi og hvers kyns hótanir gegn þeim eru afar fátíðar. Japan Kóngafólk Tengdar fréttir Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00 Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57 Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19. apríl 2019 13:37 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Japanska lögreglan hefur blásið til rannsóknar eftir að tveir hnífar fundust í skólastofu barnabarns Japanskeisara - skammt frá borði hins 12 ára gamla prins. Að sögn þarlendra miðla grandskoðar lögreglan upptökur úr öryggismyndavélum skólans. Talið er að á þeim sjáist maður sem sagður er hafa brugðið sér í gervi iðnaðarmanns til að komast inn í grunnskólann þar sem Hisahito stundar nám. Prinsinn og bekkjarfélagar hans voru annars staðar í byggingunni þegar maðurinn er talinn hafa komið hnífunum fyrir í skólastofunni. Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en heimildir breska ríkisútvarpsins herma að búið hafi verið að mála hnífana bleika. Auk þess hafi stólarnir í skólastofunni verið merktir með nöfnum barnanna og því hafi óþekkti maðurinn vitað hvar borð prinsins var að finna. Þrátt fyrir að prinsinn, sem í næstu viku verður annar í erfðaröðinni, sé alla jafna í fylgd lögreglumanna þá fylgja þeir honum ekki inn í skólastofurnar að sögn talsmanns keisarahallarinnar. Afi prinsins, keisarinn Akihito, mun formlega afsala sér krúnunni af heilsufarsástæðum á þriðjudaginn í næstu viku. Rúm 200 ár eru síðan að Japanskeisara afsalaði sér síðast krúnunni. Sonur Akihito, krónprinsinn Naruhito, tekur við embætti keisarans þann 1. maí. Embættið er valdalaust en þykir mikið sameiningartákn. Keisarafjölskyldan er sögð vinsæl þar í landi og hvers kyns hótanir gegn þeim eru afar fátíðar.
Japan Kóngafólk Tengdar fréttir Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00 Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57 Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19. apríl 2019 13:37 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00
Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57
Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19. apríl 2019 13:37
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila