Innlent

Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Plokkarar munu hefja leika klukkan 10 í fyrramálið.
Plokkarar munu hefja leika klukkan 10 í fyrramálið. Vísir/Vilhelm
Stóri plokkdagurinn fer fram um allt land á morgun og taka flest sveitarfélög þátt. Feðgar sem plokkuðu í 120 poka í vor segja að hver einn og einasti poki skipti máli.

Með plokki er átt við að tína upp plast og annað rusl úr náttúrunni og koma því í endurvinnslu. Á morgun munu plokkarar beina sjónum sínum að Reykjanesbrautinni, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi og taka til hendinni þar í kring. Verður svæðunum skipt upp og munu hópstjórar stjórna plokkinu á hverju svæði fyrir sig.

„Við hvetjum alla til þess að taka þátt. Það þarf ekki að fara yfir stór svæði og tína mikið. Mikilvægasti plokkarinn er sá sem tínir upp ruslið í kringum sig,“ sagði Svavar Hávarðsson, plokkari.

Hann segir að hafa þurfi öryggisatriði á hreinu þegar farið er út að plokka, Mikilvægast af öllu er að brýna fyrir börnum að vera í hönskum og snerta alls ekki sprautunálar.

„Ég og pabbi minn ætlum að hreinsa. Í vor tíndum við í 102 poka. Ef ég get tínt 102 poka þá getið þið plokkað einn. Þið þurfið ekkert að gera rosalega mikið. Bara einn til tvo poka í kringum ykkur. Þið þurfið ekkert að fara yfir risa stórt svæði. Hver poki skiptir máli,“ sagði Atli Svavarsson, plokkari.

Hægt er að nálgast upplýsingar um plokk morgundagsins hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×