Kom að innpökkuðum hundi sínum eftir Íslandsferðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2019 18:22 Nova var hamingjusamur hundur. Mynd/Kirsten Kinch Kona frá Dublin hefur hafið herferð fyrir því að hundahóteli sem hún kom hundi sínum fyrir á á meðan hún skrapp í stutta ferð til Íslands verði lokað. Þegar hún sneri aftur frá Íslandi hafði hundur hennar drepist í umsjá hundahótelsins og búið var að pakka hræinu inn í límband. Kirsten Kinch skrapp í þriggja daga ferð til Íslands frá Dublin um síðustu áramót. Ákvað hún að koma Husky-hundi hennar, henni Nova, fyrir á P&E Boarding Kennels and Catery á meðan hún og fjölskylda hennar dvöldu á Íslandi. Þegar hún sneri hins vegar aftur á Nýársdag til þess að sækja Novu fékk hún slæmar fréttir. Var henni tjáð að Nova hefði fundist einn morguninn dauð í blóðpolli í búri hennar. Kinch fékk hins vegar áfall þegar jarðneskum leifum Novu var skilað til hennar. „Henni hafði verið pakkað inn í eitthvað sem ég get aðeins lýst sem kúlu í svörtum poka límt saman með límbandi,“ sagði Kinch í samtali við Evening Standard. „Það er augljóst að henni var ekki sýnd nein ást né umhyggja frá því að hún fannst.“ Kinch sakar eigendur hundahótelsins um vanrækslu og hefur hafið baráttu fyrir því að hundahótelinu verði lokað. Um 70. þúsund undirskriftir hafa safnast vegna málsins. Fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum í dag en í samtali við Metro sagði Paddy Cullen, eigandi hundahótelsins, að hundinum hafi verið pakkað inn eftir ráðleggingar frá dýralækni. „Ég hringdi í dýralækni sem sagði mér að pakka hundinum inn vegna sýkingahættu,“ sagði Cullen sem segist hafa óttast útbreiðslu parvóvírusar. Kinch segir hins vegar af og frá að hundur hennar hafi verið veikur á einhvern hátt. Hún hafi farið til dýralæknis með hana tveimur dögum áður en hún var innrituð á hundahótelið. Dýralæknirinn hafi metið stöðuna sem svo að óhætt væri að senda Novu á hótelið. Dýr Írland Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Kona frá Dublin hefur hafið herferð fyrir því að hundahóteli sem hún kom hundi sínum fyrir á á meðan hún skrapp í stutta ferð til Íslands verði lokað. Þegar hún sneri aftur frá Íslandi hafði hundur hennar drepist í umsjá hundahótelsins og búið var að pakka hræinu inn í límband. Kirsten Kinch skrapp í þriggja daga ferð til Íslands frá Dublin um síðustu áramót. Ákvað hún að koma Husky-hundi hennar, henni Nova, fyrir á P&E Boarding Kennels and Catery á meðan hún og fjölskylda hennar dvöldu á Íslandi. Þegar hún sneri hins vegar aftur á Nýársdag til þess að sækja Novu fékk hún slæmar fréttir. Var henni tjáð að Nova hefði fundist einn morguninn dauð í blóðpolli í búri hennar. Kinch fékk hins vegar áfall þegar jarðneskum leifum Novu var skilað til hennar. „Henni hafði verið pakkað inn í eitthvað sem ég get aðeins lýst sem kúlu í svörtum poka límt saman með límbandi,“ sagði Kinch í samtali við Evening Standard. „Það er augljóst að henni var ekki sýnd nein ást né umhyggja frá því að hún fannst.“ Kinch sakar eigendur hundahótelsins um vanrækslu og hefur hafið baráttu fyrir því að hundahótelinu verði lokað. Um 70. þúsund undirskriftir hafa safnast vegna málsins. Fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum í dag en í samtali við Metro sagði Paddy Cullen, eigandi hundahótelsins, að hundinum hafi verið pakkað inn eftir ráðleggingar frá dýralækni. „Ég hringdi í dýralækni sem sagði mér að pakka hundinum inn vegna sýkingahættu,“ sagði Cullen sem segist hafa óttast útbreiðslu parvóvírusar. Kinch segir hins vegar af og frá að hundur hennar hafi verið veikur á einhvern hátt. Hún hafi farið til dýralæknis með hana tveimur dögum áður en hún var innrituð á hundahótelið. Dýralæknirinn hafi metið stöðuna sem svo að óhætt væri að senda Novu á hótelið.
Dýr Írland Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira