Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 08:30 Harvey Weinstein sést hér yfirgefa dómshúsið í New York í janúar síðastliðnum eftir að hafa komið þá fyrir dómara. Getty/Atilgan Ozdil/Anadolu Agency Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. Bæði saksóknarar í málinu sem og verjendur Weinstein hafa krafist þess að réttarhöldin verði lokuð almenningi, og þar með fjölmiðlum, en í New York er venjan að hafa réttarhöld opin. Saksóknarar segja að með lokuðum réttarhöldum sé betur hægt að trygga rétt Weinstein á sanngjarnri málsmeðferð auk þess sem þeir vilja vernda friðhelgi einkalífs þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðisofbeldi. Verjendur Weinstein vilja síðan loka réttarhöldunum á þeim grundvelli að annars geti umfjöllun fjölmiðla um málið haft áhrif á kviðdóminn. Telur það engin áhrif hafa að loka réttarhöldunum Að mati AP og New York Times hafa hvorki saksóknarar né verjendur sýnt fram á að fyrir hendi sé fullnægjandi lagalegur grundvöllur fyrir því að loka réttarhöldunum. „Það er augljóslega enginn rökréttur grundvöllur, og hvað þá aðkallandi aðstæður, sem getur réttlætt kröfur málsaðila um að þær upplýsingar sem nú þegar eru í opinberri umræðu vegna fréttaumfjöllunar um allan heim verði þaggaðar niður,“ segir í kröfu Robert Balin, lögmanns AP og New York Times, til dómstólsins. Í kröfunni færir Balin rök fyrir því að það að loka réttarhöldunum hafi engin áhrif varðandi það að vernda rétt Weinstein til réttlátrar málsmeðferðar þar sem fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um ásakanir fjölda kvenna á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi. Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndamógúlinn um kynferðislega áreitni og/eða nauðgun, þar á meðal leikkonurnar Mira Sorvino og Ashley Judd. Weinstein er ákærður fyrir að nauðga kunningjakonu sinni á hótelherbergi árið 2013 og fyrir að hafa þvingað aðra konu til munnmaka. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum og kveðst saklaus af ákærunni. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian má búast við því að dómstóllinn í New York taki afstöðu til þess við fyrirtöku í dag hvort réttarhöldin verði lokuð eður ei. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02 Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41 Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. Bæði saksóknarar í málinu sem og verjendur Weinstein hafa krafist þess að réttarhöldin verði lokuð almenningi, og þar með fjölmiðlum, en í New York er venjan að hafa réttarhöld opin. Saksóknarar segja að með lokuðum réttarhöldum sé betur hægt að trygga rétt Weinstein á sanngjarnri málsmeðferð auk þess sem þeir vilja vernda friðhelgi einkalífs þeirra kvenna sem stigið hafa fram og sakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðisofbeldi. Verjendur Weinstein vilja síðan loka réttarhöldunum á þeim grundvelli að annars geti umfjöllun fjölmiðla um málið haft áhrif á kviðdóminn. Telur það engin áhrif hafa að loka réttarhöldunum Að mati AP og New York Times hafa hvorki saksóknarar né verjendur sýnt fram á að fyrir hendi sé fullnægjandi lagalegur grundvöllur fyrir því að loka réttarhöldunum. „Það er augljóslega enginn rökréttur grundvöllur, og hvað þá aðkallandi aðstæður, sem getur réttlætt kröfur málsaðila um að þær upplýsingar sem nú þegar eru í opinberri umræðu vegna fréttaumfjöllunar um allan heim verði þaggaðar niður,“ segir í kröfu Robert Balin, lögmanns AP og New York Times, til dómstólsins. Í kröfunni færir Balin rök fyrir því að það að loka réttarhöldunum hafi engin áhrif varðandi það að vernda rétt Weinstein til réttlátrar málsmeðferðar þar sem fjölmiðlar hafa ítrekað fjallað um ásakanir fjölda kvenna á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi. Tugir kvenna hafa stigið fram og sakað kvikmyndamógúlinn um kynferðislega áreitni og/eða nauðgun, þar á meðal leikkonurnar Mira Sorvino og Ashley Judd. Weinstein er ákærður fyrir að nauðga kunningjakonu sinni á hótelherbergi árið 2013 og fyrir að hafa þvingað aðra konu til munnmaka. Weinstein hefur neitað öllum ásökunum og kveðst saklaus af ákærunni. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian má búast við því að dómstóllinn í New York taki afstöðu til þess við fyrirtöku í dag hvort réttarhöldin verði lokuð eður ei.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02 Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41 Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 20. febrúar 2019 14:02
Sagður hafa gortað sig af því að hafa sofið hjá Jennifer Lawrence Harvey Weinstein, bandaríski kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið um kynferðislegt ofbeldi af fjölda kvenna, er sagður hafa stært sig af því að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence. 15. desember 2018 13:41
Hitti oft Harvey Weinstein og þekktur leikari reyndi að fá Anítu á einkafund upp á hótelherbergi Leikkonan Aníta Briem hefur verið búsett í Los Angeles í nokkru ár og verið að gera fína hluti í leiklistarsenunni í Hollywood. 31. mars 2019 10:00
Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58