Leita 600 farandverkamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 06:32 Fjölmennur hópur fólks, aðallega Kúbverjar, sluppu úr miðstöðinni í Tapachula í gærkvöldi. AP/Moisés Castillo Rúmlega þúsund manns sluppu út úr flóttamannamiðstöð í suðurhluta Mexíkós í gærkvöldi. Flóttinn er sagður til marks um þann vanda sem þarlend stjórnvöld standa frammi fyrir, sökum síaukins straums farandfólks frá Suður-Ameríku. Fullyrt að rúmlega helmingur þeirra 1300 sem sluppu úr Siglo XXI-búðunum í borginni Tapacula hafi að endingu skilað sér aftur til baka. Mexíkósk stjórnvöld segjast þó ekki vita hvar um 600 einstaklingar séu niðurkomnir. Í yfirlýsingu stjórnvalda í gær segir að kúbverskir farandverkamenn standi líklega á bakvið flóttann. Þeir eru langfjölmennasti hópurinn sem dvalið hefur í búðunum en að sögn mexíkóskra miðla voru jafnframt margir Haítar og miðamerískir farandverkamenn í strokuhópnum. Áætlað er að mexíkóskir landamæraverðir hafi sent um 15 þúsund manns aftur til síns heima á síðastliðnum mánuði, sem rakið er til þrýstings frá forseta Bandaríkjanna. Donald Trump hefur krafist þess að Mexíkó reyni að stemma stigu við straumi fólks norður, en endanlegur áfangastaður flestra eru Bandaríkin. Trump hótaði á miðvikudag að loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði fjölmenn flóttamannalest, sem hefur sett stefnuna norður, ekki stöðvuð. Þrátt fyrir að Kúbverjar séu taldir standa á bakvið flóttann í Tapachula eru flestir þeirra sem ferðast norður í gegnum Mexíkó frá Gvatemala, Hondúras og El Salvador. Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 2. apríl 2019 22:25 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Rúmlega þúsund manns sluppu út úr flóttamannamiðstöð í suðurhluta Mexíkós í gærkvöldi. Flóttinn er sagður til marks um þann vanda sem þarlend stjórnvöld standa frammi fyrir, sökum síaukins straums farandfólks frá Suður-Ameríku. Fullyrt að rúmlega helmingur þeirra 1300 sem sluppu úr Siglo XXI-búðunum í borginni Tapacula hafi að endingu skilað sér aftur til baka. Mexíkósk stjórnvöld segjast þó ekki vita hvar um 600 einstaklingar séu niðurkomnir. Í yfirlýsingu stjórnvalda í gær segir að kúbverskir farandverkamenn standi líklega á bakvið flóttann. Þeir eru langfjölmennasti hópurinn sem dvalið hefur í búðunum en að sögn mexíkóskra miðla voru jafnframt margir Haítar og miðamerískir farandverkamenn í strokuhópnum. Áætlað er að mexíkóskir landamæraverðir hafi sent um 15 þúsund manns aftur til síns heima á síðastliðnum mánuði, sem rakið er til þrýstings frá forseta Bandaríkjanna. Donald Trump hefur krafist þess að Mexíkó reyni að stemma stigu við straumi fólks norður, en endanlegur áfangastaður flestra eru Bandaríkin. Trump hótaði á miðvikudag að loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði fjölmenn flóttamannalest, sem hefur sett stefnuna norður, ekki stöðvuð. Þrátt fyrir að Kúbverjar séu taldir standa á bakvið flóttann í Tapachula eru flestir þeirra sem ferðast norður í gegnum Mexíkó frá Gvatemala, Hondúras og El Salvador.
Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 2. apríl 2019 22:25 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45
Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 2. apríl 2019 22:25
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48