Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
„Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00