Jóhannes Karl: Ætlum að berjast í efri hlutanum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 16:30 Jóhannes Karl er á leið inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild. vísir/anton Nýliðum ÍA var spáð 6. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla. Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag. „Ég er virkilega ánægður með þessa spá. Ég held að þetta sýni að við séum að gera hluti á spennandi hátt. Við höfum staðið okkur vel á undirbúningstímabilinu og ég held að það endurspeglist í þessari spá. Hún helst líka í hendur við aðrar spár sem hafa komið á undan, þannig að þetta kemur okkur ekkert sérstaklega mikið á óvart,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi eftir að spáin var birt. „Auðvitað erum við ánægðir með þetta þar sem við erum nýliðar. Oft er talað um að munurinn á efstu og næstefstu deild sé mikill en við komum inn í mótið eftir gott undirbúningstímabil. Við höfum mikla trú á því sem við erum að gera.“ Jóhannes Karl fer ekkert leynt með að hann ætlar að koma ÍA aftur í röð bestu liða landsdins. „Þetta er þokkaleg spá og menn hafa greinilega trú á okkur. En það er ekki þar með sagt að við getum ekki endað ofar. Við höfum trú á þessu en auðvitað getur það tekið tíma fyrir lið eins og ÍA að festa sig í sessi í efstu deild. Við horfum upp á við og ætlum að berjast í efri hluta deildarinnar,“ sagði Jóhannes Karl. „Við erum afar stoltir af okkar árangri og höfum unnið marga titla í gegnum árin. Stefnan er að koma ÍA aftur í fremstu röð og þá þýðir ekki að vera með neina minnimáttarkennd.“ ÍA tekur á móti KA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn kemur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Nýliðum ÍA var spáð 6. sæti í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla. Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag. „Ég er virkilega ánægður með þessa spá. Ég held að þetta sýni að við séum að gera hluti á spennandi hátt. Við höfum staðið okkur vel á undirbúningstímabilinu og ég held að það endurspeglist í þessari spá. Hún helst líka í hendur við aðrar spár sem hafa komið á undan, þannig að þetta kemur okkur ekkert sérstaklega mikið á óvart,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi eftir að spáin var birt. „Auðvitað erum við ánægðir með þetta þar sem við erum nýliðar. Oft er talað um að munurinn á efstu og næstefstu deild sé mikill en við komum inn í mótið eftir gott undirbúningstímabil. Við höfum mikla trú á því sem við erum að gera.“ Jóhannes Karl fer ekkert leynt með að hann ætlar að koma ÍA aftur í röð bestu liða landsdins. „Þetta er þokkaleg spá og menn hafa greinilega trú á okkur. En það er ekki þar með sagt að við getum ekki endað ofar. Við höfum trú á þessu en auðvitað getur það tekið tíma fyrir lið eins og ÍA að festa sig í sessi í efstu deild. Við horfum upp á við og ætlum að berjast í efri hluta deildarinnar,“ sagði Jóhannes Karl. „Við erum afar stoltir af okkar árangri og höfum unnið marga titla í gegnum árin. Stefnan er að koma ÍA aftur í fremstu röð og þá þýðir ekki að vera með neina minnimáttarkennd.“ ÍA tekur á móti KA í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardaginn kemur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00 Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Valsmenn verða Íslandsmeistarar ef hin árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Pepsi Max-deild karla rætist. 24. apríl 2019 16:00
Pepsi Max-spáin 2019: Skagamenn snúa aftur með stæl Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2019 10:00