Ílengist í dómsmálum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. apríl 2019 07:00 Þórdís Kolbrún tekur hér við lyklunum hjá Sigríði þann 14. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Sigríður Á. Andersen er sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er breytinga á ráðherraskipan í ríkisstjórn ekki að vænta alveg á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir þinglok í vor. Þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við dómsmálaráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða og Þórdís myndi gegna báðum ráðherrastöðum í nokkrar vikur. Framhaldið yrði metið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og samhliða því yrði að skipta verkum upp á nýtt í þingflokknum. Nú eru tæpar sex vikur liðnar frá því Þórdís tók við dómsmálunum og þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja ekki mikla hreyfingu á málinu. Líklegt sé að beðið verði með breytingar þar til eftir þinglok í vor til að halda ró í þingflokknum, enda þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis lýkur vorþingi 5. júní. Þau sem helst hafa verið orðuð við ráðuneytið eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson. Þórdís Kolbrún mun ekki vilja láta sitt ráðuneyti laust en hún hefur gegnt stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tæp tvö og hálf ár. Því þykir ekki líklegt að hrókerað verði í ríkisstjórn með þeim hætti að hún fari yfir í dómsmálin en nýr ráðherra komi inn í hennar ráðuneyti. Var þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sérstaklega nefndur í þessu tilliti en einnig að Kristján Þór Júlíusson færi mögulega í iðnaðarráðuneytið og Haraldur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin. Þórdís Kolbrún heldur hins vegar í sitt ráðuneyti og ekki þykir líklegt að farið verði gegn vilja varaformannsins. Þær breytingar á þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem Bjarni vísaði til um miðjan mars, gætu tekið til formennsku í utanríkismálanefnd sem Áslaug Arna gegnir og til formennsku í þingflokknum sem Birgir Ármannsson fer með. Bæði hafa þau verið orðuð við dómsmálaráðuneytið og ljóst að fela þyrfti öðrum hlutverk þess sem flyttist í dómsmálaráðuneytið. Þá hefur Sigríði Andersen enn ekki verið falið sérstakt hlutverk í þingflokknum. Samkvæmt þingsköpum á þingmaður rétt á sæti í minnst einni fastanefnd en Sigríður hefur enn ekki tekið fast sæti í neinni af nefndum þingsins og er hún sögð sækja það fast að setjast aftur í ráðherrastól nú þegar búið er að ákveða að vísa Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Sigríður lét þess sérstaklega getið þegar hún sagði af sér að hún viki aðeins tímabundið til hliðar meðan unnið væri úr þeirri stöðu sem upp kom þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í Landsréttarmálinu. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja þó ekki líklegt að Sigríður setjist aftur í ráðherrastól að svo stöddu og líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi þegar lokaniðurstaða er komin í Landsdómsmálið í Strassborg.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda