Sumardagurinn fyrsti gæti orðið besti dagur vikunnar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 10:54 Fyrirstöðuhæð við Grænlandi gæti valdið sólríku og þurru veðri um mánaðamótin. FBL/Ernir Vetrarlegt veður verður á Norðurlandi í dag, svalt og dálítil él en slydda norðaustantil fram eftir morgni. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að mun vorlegra veður sé sunnanlands, sólríkt og fremur milt, en þó má búast við skúramyndunum þar þegar líður á daginn. „Skil ganga vestur yfir landið á morgun með vaxandi vindi og úrkomu og hlýnar heldur í veðri fyrir norðan. Úrkoman verður yfirleitt í formi rigningar sunnan- og vestanlands, en slydda eða jafnvel snjókoma norðan og austanlands fyrripart dags, en fer yfir í rigningu þegar líður á daginn. Snýst í suðaustanátt og dregur úr úrkomu annað kvöld, fyrst austantil á landinu. Hitaskil fara síðan vestur yfir landið á miðvikudag með rigningu og hlýnar enn frekar í veðri. Besti dagur vikunnar verður að öllum líkindum sumardagurinn fyrsti (fimmtudag), en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun spá fyrir 1. maí en þar viðrar hann áhyggjur ýmissa á meginlandi Evrópu vegna Grænlandsfyrirstöðu um mánaðamótin. Er óttast að sú fyrirstaða geti valdið verulegu bakslagi í vorkomuna með næturfrosti í norður Þýskalandi og Niðurlöndum, svo ekki sé talað um Skandinavíu og Danmörku. Einar segir í samtali við Vísi að enn sé einhver óvissa varðandi þessa spá en hvar fyrirstöðuhæðin verður staðsett getur haft þó nokkur áhrif hér á landi. Kuldastroka frá henni gæti náð til Íslands en eins og spáin lítur út í dag mun þessi fyrirstöðuhæð hins vegar ekki valda usla hér á landi heldur sólríku og þurru veðri en með þó nokkurri dægursveiflu á hita sem verður um meðallag miðað við árstíma, eða um 3 til 6 gráður. Veður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Vetrarlegt veður verður á Norðurlandi í dag, svalt og dálítil él en slydda norðaustantil fram eftir morgni. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að mun vorlegra veður sé sunnanlands, sólríkt og fremur milt, en þó má búast við skúramyndunum þar þegar líður á daginn. „Skil ganga vestur yfir landið á morgun með vaxandi vindi og úrkomu og hlýnar heldur í veðri fyrir norðan. Úrkoman verður yfirleitt í formi rigningar sunnan- og vestanlands, en slydda eða jafnvel snjókoma norðan og austanlands fyrripart dags, en fer yfir í rigningu þegar líður á daginn. Snýst í suðaustanátt og dregur úr úrkomu annað kvöld, fyrst austantil á landinu. Hitaskil fara síðan vestur yfir landið á miðvikudag með rigningu og hlýnar enn frekar í veðri. Besti dagur vikunnar verður að öllum líkindum sumardagurinn fyrsti (fimmtudag), en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun spá fyrir 1. maí en þar viðrar hann áhyggjur ýmissa á meginlandi Evrópu vegna Grænlandsfyrirstöðu um mánaðamótin. Er óttast að sú fyrirstaða geti valdið verulegu bakslagi í vorkomuna með næturfrosti í norður Þýskalandi og Niðurlöndum, svo ekki sé talað um Skandinavíu og Danmörku. Einar segir í samtali við Vísi að enn sé einhver óvissa varðandi þessa spá en hvar fyrirstöðuhæðin verður staðsett getur haft þó nokkur áhrif hér á landi. Kuldastroka frá henni gæti náð til Íslands en eins og spáin lítur út í dag mun þessi fyrirstöðuhæð hins vegar ekki valda usla hér á landi heldur sólríku og þurru veðri en með þó nokkurri dægursveiflu á hita sem verður um meðallag miðað við árstíma, eða um 3 til 6 gráður.
Veður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira