Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer unnu tæpan sigur á Melsungen í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld.
Arnór Þór skoraði fjögur mörk úr átta skotum í 25-24 sigri Bergischer.
Heimamenn í Bergischer skoruðu sigurmarkið þegar ein og hálf mínúta var til leikskloka eftir að hafa verið 23-24 undir á 53. mínútu en það var lítið skorað undir lok leiksins.
Staðan hafði verið jöfn 14-14 í hálfleik.
Bergischer er í 6. sæti deildarinnar eftir 27 leiki af 34 og eru með 31 stig.
