Innlent

Erlendir starfsmenn Flúðasveppa skyldaðir á íslenskunámskeið

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Um tuttugu erlendir starfsmenn Flúðasveppa á Flúðum sitja nú námskeið í íslensku en eigandi fyrirtækisins leggur mikla áherslu á að sínir starfsmenn geti talað íslensku. Starfsmennirnir koma meðal annars frá Moldavíu, Rúmeníu, Portúgal, Póllandi og Danmörku.

Íslenskunámskeiðið fer fram í húsnæði Flúðasveppa þar sem erlendir starfsmenn fyrirtækisins koma saman og læra íslensku. Sumir hafa unnið í nokkur ár hjá fyrirtækinu á meðan aðrir eru ný byrjaðir. Kennari á námskeiðinu eru Anna Ásmundsdóttir.

„Þau eru að safna íslenskum orðum, þau hafa þau kannski bara á sínu tungumáli en við setjum þau yfir á íslensku og svo vinnum við með þau. Þannig að við erum að búa til okkar eigin orðalista. Og hvernig gengur? „Það gengur mjög vel, þau eru mjög áhugasöm, jákvæð, glöð og mjög skemmtileg,“ segir Anna.

Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa leggur ofuráherslu á að sínir starfsmenn geti bjargað sér á íslensku og tali helst málið.
Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa leggur ofuráherslu á að sínir starfsmenn geti bjargað sér á íslensku og tali helst málið. 

„Það skiptir miklu máli, það eru oft örðugleikar á samskiptum fólks sem er að vinna svona náið. Vandamálið er að ef útlendingarnir eru að vinna mikið sama og eru ekki í tengslum við Íslendingana. Hérna vinna svona um það bil helmingur útlendingar og helmingur Íslendingar. Það vantar meiri samskipti og ég vona og er sannfærður um það að þetta lagar ástandið,“ segir Georg.

Anna að kenna á námskeiðinu í íslensku fyrir starfsmenn Flúðasveppa á Flúðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×