Innflytjendamál

Fréttamynd

Erfiðast að læra ís­lenskuna

Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Höfum full­kom­lega misst stjórn á út­lendinga­málum

Gestur Pálmason, markþjálfi og fyrrverandi lögreglumaður, segist eiga skýrslur, trúnaðargögn, sem hann skrifaði sjálfur fyrir tíu árum. Hann bætist nú í hóp þeirra sem gagnrýna yfirstjórn lögreglumála hart en Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum vandaði þeim sem fara fyrir löggæslumönnum ekki kveðjurnar.

Innlent
Fréttamynd

Allt farið í hund og kött á þinginu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir orð sem hún lét falla á Sprengisandi að hann kæmi í veg fyrir að útlendingamálin hlytu umfjöllun á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Kennum inn­flytj­endum ís­lensku!

Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð.

Skoðun
Fréttamynd

Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar

Ríkislögreglustjóri segir fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum frjálst að tjá sig svo lengi sem hann beri ábyrgð á orðum sínum. Hún segir pólitískar væringar síðustu ár hafa bitnað á löggæslustörfum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár er­lendar stúlkur með hæstu ein­kunn í FÁ

Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að tvær fjöl­skyldur deili einni au pair

Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það.

Innlent
Fréttamynd

Kallað eftir mál­efna­legri um­ræðu um kröfur um ís­lensku­kunnáttu

Í athyglisverðri grein eftir formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á vef Vísis í gær er fjallað um fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi og vandamál sem af henni geti hlotist. Þar kemur fram að í Danmörku hafi árið 2023 verið „felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum.

Skoðun
Fréttamynd

Áður en ís­lenskan leysist upp

Stafrænum rýmum, fólksflutningum, fjarvinnu og ferðalögum mun alltaf fylgja ákveðin alþjóðleg menningarblöndun. Hún mun í auknum mæli síast inn í íslenska tungu, menningu, fegurð, brandara og sérþekkingu sem í tungumálinu býr.

Skoðun
Fréttamynd

Æji nei inn­flytj­endur

Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Em­bætti þitt geta allir séð

Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra vill að leigu­bíls­stjórar tali ís­lensku

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Löngu þarft sam­tal um hóp sem gleymist!

Með auknum fjölda einstaklinga á Íslandi með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn skapast ákall um samtal um tvöfalda jaðarsetningu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna og fjölskyldna þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Hæsti­réttur frestar brottvísunum Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að hætt verði tímabundið við brottflutning venesúelskra innflytjenda úr landi. Mennirnir eru sakaðir um að tengjast glæpagengjum og flytja átti þá í fangelsi í El Salvador.

Erlent
Fréttamynd

Um­sóknum um al­þjóð­lega vernd fækkar veru­lega

Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu.

Innlent
Fréttamynd

Var kölluð „kúkur“ og „súkku­laði“

„Ég held að fólk átti sig ekki á því að kynþáttafordómar eru staðreynd á Íslandi – eða kannski vill fólk bara ekki horfast í augu við það. En við þurfum að gera það,“ segir Sasini Hansika Inga Amarajeewa, tvítugur laganemi. Foreldrar Sasini eru frá Srí Lanka en Sasini er engu að síður fædd og uppalin á hér landi og talar reiprennandi íslensku.

Lífið
Fréttamynd

Hvar værum við án þeirra? – Um mikil­vægi Pól­verja á Ís­landi

Íslenskt samfélag hefur í gegnum tíðina notið góðs af þeim fjölmörgu Pólverjum sem hafa flust hingað til lands, unnið hörðum höndum og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. En stundum virðist eins og við gleymum að meta það sem þeir gera – eða verra, lítum niður á þá. Það er bæði ósanngjarnt og vanþakklátt.

Skoðun
Fréttamynd

Öllum til hags­bóta að bæta hag nýrra Ís­lendinga

Við vitum öll að íslenskt samfélag er að breytast á áður óþekktum hraða. Við stöndum frammi fyrir áskorunum sem ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir ef ekki á illa að fara. Margir íslenskir ríkisborgarar, eins og ég, komu hingað af sjálfviljug vegna aðdáunar á landi og þjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Sýna ís­lensku með hreim þolin­mæði

„Gefum íslensku séns“er yfirskrift á átaki, sem Sveitarfélagið Árborg, Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurland hafa hleypt af stokkunum. Tilgangur átaksins er meðal annars að lofa að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna, sem er að læra eða æfa sig í íslensku.

Innlent