Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2019 18:15 Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Halla Gunnarsdóttir Aðgerðir í loftlagsmálum voru aðalumræðuefni Katrínar Jakobsdóttur og Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands á fundi þeirra í Edinborg í dag. Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skoskir glæpasagnahöfundar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikinn áhuga á glæpasögum. Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Hún fundaði með Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands í dag þar sem þær ræddu meðal annars samstarf þjóðanna með Nýsjálendingum og fleirum um samspil efnahagsmála og velsældar. „Svo ræddum við loftlagsmál. En það hefur vakið mikla athygli að Sturgeon hefur talað um að það sé neyðarástand vegna loftlagsmála. Þau eru auðvitað að fara í miklar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga eins og Íslendingar. Þannig að þar gátum við skipst á skoðunum og reynslusögum,“ segir Katrín. Sturgeon sagði Katrínu enga fundi haldna þessa dagana í Bretlandi án þess að ræða Brexit. Hún lýsti nýlega yfir nauðsyn þess að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Við ræddum það ekki sérstaklega á okkar fundi. En það liggur auðvitað fyrir að það hefur heldur verið ýtt undir þetta. Atburðarásin í kringum Brexit. Þar sem liggur fyrir að töluverður meirihluti Skota kaus gegn útgöngunni árið 2016,“ segir Katrín. Forsætisráðherra ræddi einnig við forseta skoska þingsins og átti fundi með ráðherra menningarmála, ferðamennsku og alþjóðamála og ráðherra umhverfis- og loftslagsmála í skosku heimastjórninni, meðal annars um samskipti þjóðanna á sviði menntamála eftir Brexit. „Ég skynjaði líka ríkan vilja að hálfu Nicolu Sturgeon til að rækta mjög samskiptin við Ísland og Norðurlönd. Þannig að ég held að það sé óhætt að reikna með góðum samskiptum í framtíðinni,“ segir forsætisráðherra. Þær Sturgeon og Katrín deila áhuga á glæpasögum sem setja sinn svip á hátíðarkvöldverð þeirra í kvöld. „Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Brexit Loftslagsmál Skotland Utanríkismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Aðgerðir í loftlagsmálum voru aðalumræðuefni Katrínar Jakobsdóttur og Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands á fundi þeirra í Edinborg í dag. Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skoskir glæpasagnahöfundar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikinn áhuga á glæpasögum. Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Hún fundaði með Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands í dag þar sem þær ræddu meðal annars samstarf þjóðanna með Nýsjálendingum og fleirum um samspil efnahagsmála og velsældar. „Svo ræddum við loftlagsmál. En það hefur vakið mikla athygli að Sturgeon hefur talað um að það sé neyðarástand vegna loftlagsmála. Þau eru auðvitað að fara í miklar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga eins og Íslendingar. Þannig að þar gátum við skipst á skoðunum og reynslusögum,“ segir Katrín. Sturgeon sagði Katrínu enga fundi haldna þessa dagana í Bretlandi án þess að ræða Brexit. Hún lýsti nýlega yfir nauðsyn þess að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Við ræddum það ekki sérstaklega á okkar fundi. En það liggur auðvitað fyrir að það hefur heldur verið ýtt undir þetta. Atburðarásin í kringum Brexit. Þar sem liggur fyrir að töluverður meirihluti Skota kaus gegn útgöngunni árið 2016,“ segir Katrín. Forsætisráðherra ræddi einnig við forseta skoska þingsins og átti fundi með ráðherra menningarmála, ferðamennsku og alþjóðamála og ráðherra umhverfis- og loftslagsmála í skosku heimastjórninni, meðal annars um samskipti þjóðanna á sviði menntamála eftir Brexit. „Ég skynjaði líka ríkan vilja að hálfu Nicolu Sturgeon til að rækta mjög samskiptin við Ísland og Norðurlönd. Þannig að ég held að það sé óhætt að reikna með góðum samskiptum í framtíðinni,“ segir forsætisráðherra. Þær Sturgeon og Katrín deila áhuga á glæpasögum sem setja sinn svip á hátíðarkvöldverð þeirra í kvöld. „Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Brexit Loftslagsmál Skotland Utanríkismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira