Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald.
Þetta staðfestir lögreglan í Finnmörku við fréttastofu en áður hefur komið fram að hann neiti alfarið sök í málinu. Á vef NRK segir að maðurinn hafi eytt dágóðum tíma í að útskýra mál sitt fyrir dómara í Héraðsdómi Østfinnmark í Norður-Noregi. Hann hefur áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum til æðra dómsvalds.
Þar kemur einnig fram að hann hafi verið með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem grunaður er um morðið, í fimm tíma eftir morðið þangað til þeir voru handteknir.
Gunnar Jóhann var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Mótmælti hann ekki kröfu um að sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið

Tengdar fréttir

Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands
Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun.

Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn
Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags.

Áfall að heyra af morðinu í Mehamn
Systir Íslendingsins sem myrtur var með skotvopni í bænum Mehamn í Norður-Noregi á laugardag segist hafa verið í losti eftir að lögreglan færði henni tíðindin. Þau hafi verið náin. Hálfbróðir hins látna er grunaður.

Íslendingurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Noregi
Grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana.