Sex hundruð milljónir til skiptanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2019 06:00 Jón Magnússon verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar heitins fagnaði sýknudómi með aðstandenum Tryggva í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Sex hundruð milljónir eru til skiptanna á milli þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti síðastliðið haust, í þeim viðræðum um bætur sem nú standa yfir milli hinna sýknuðu og aðstandenda þeirra annars vegar og setts ríkislögmanns fyrir hönd ríkisins hins vegar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Upphaflega hafi potturinn numið 400 milljónum en hann hefur verið hækkaður til að liðka fyrir því að samningar náist. Samkvæmt heimildum blaðsins miðast viðræðurnar við að fyrrnefndri fjárhæð verði skipt milli hinna sýknuðu eftir lengd gæsluvarðhalds og afplánunar óháð því hvort viðkomandi er enn á lífi en í tilviki þeirra Sævars Marínós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar rynnu bætur til erfingja þeirra. Þeir fimm menn sem sýknaðir voru síðastliðið haust voru frelsissviptir í samtals 9.942 daga. Framangreind fjárhæð myndi þýða um það bil 60 þúsund krónur fyrir hvern dag, ef miðað er eingöngu við lengd frelsissviptingar við skiptingu hennar milli hinna sýknuðu. Þær bætur sem fjórmenningum sem sátu í gæsluvarðhaldi í nokkra mánuði vegna Geirfinnsmálsins voru dæmdar á níunda áratugnum voru umtalsvert hærri og námu nokkrum hundruðum þúsunda fyrir hvern dag bak við lás og slá. Takist samningar þarf að setja sérstök lög um sáttina en lagt er upp með að um skattfrjálsar miskabætur yrði að ræða. Samkvæmt heimildum blaðsins er lagt upp með að með sáttum myndi málinu ljúka og hinir sýknuðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frekari bætur til dómstóla. Sá munur er á réttarstöðu hinna sýknuðu að þeir sem enn eru á lífi eiga hlutlægan skaðabótarétt á grundvelli laga um meðferð sakamála fyrir frelsissviptingu að ósekju. Þeir geta því freistað þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í stað þess að ná samningum utan dómstóla. Bótaréttur þessi erfist hins vegar ekki. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Sex hundruð milljónir eru til skiptanna á milli þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti síðastliðið haust, í þeim viðræðum um bætur sem nú standa yfir milli hinna sýknuðu og aðstandenda þeirra annars vegar og setts ríkislögmanns fyrir hönd ríkisins hins vegar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Upphaflega hafi potturinn numið 400 milljónum en hann hefur verið hækkaður til að liðka fyrir því að samningar náist. Samkvæmt heimildum blaðsins miðast viðræðurnar við að fyrrnefndri fjárhæð verði skipt milli hinna sýknuðu eftir lengd gæsluvarðhalds og afplánunar óháð því hvort viðkomandi er enn á lífi en í tilviki þeirra Sævars Marínós Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar rynnu bætur til erfingja þeirra. Þeir fimm menn sem sýknaðir voru síðastliðið haust voru frelsissviptir í samtals 9.942 daga. Framangreind fjárhæð myndi þýða um það bil 60 þúsund krónur fyrir hvern dag, ef miðað er eingöngu við lengd frelsissviptingar við skiptingu hennar milli hinna sýknuðu. Þær bætur sem fjórmenningum sem sátu í gæsluvarðhaldi í nokkra mánuði vegna Geirfinnsmálsins voru dæmdar á níunda áratugnum voru umtalsvert hærri og námu nokkrum hundruðum þúsunda fyrir hvern dag bak við lás og slá. Takist samningar þarf að setja sérstök lög um sáttina en lagt er upp með að um skattfrjálsar miskabætur yrði að ræða. Samkvæmt heimildum blaðsins er lagt upp með að með sáttum myndi málinu ljúka og hinir sýknuðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frekari bætur til dómstóla. Sá munur er á réttarstöðu hinna sýknuðu að þeir sem enn eru á lífi eiga hlutlægan skaðabótarétt á grundvelli laga um meðferð sakamála fyrir frelsissviptingu að ósekju. Þeir geta því freistað þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í stað þess að ná samningum utan dómstóla. Bótaréttur þessi erfist hins vegar ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent