Hver á ákvörðunarréttinn? Lovísa Líf Jónsdóttir skrifar 9. maí 2019 14:00 Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þungunarrof Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun