Sjálfsagt að karlmenn tækju ríkan þátt Gunnþórunn Jónsdóttir og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. maí 2019 09:00 Það varð bylting í lífi kvenna þegar getnaðarvarnarpillan kom á markað. vísir/getty Til eru margar getnaðarvarnapillur á markaði og þær innihalda mismunandi magn hormóna, en svo eru til aðrar tegundir getnaðarvarnapilla sem innihalda eingöngu gestagen. Þá eru til hormónastafir sem eru settir undir húð, sprauta sem er notuð í vöðva og svo hringurinn sem er notaður staðbundið í leggöngum. Margar konur sem hafa eignast börn nota hormónalykkju. Þessar tegundir getnaðarvarnalyfja virka ekki allar alveg eins en í grunninn snúast þær um að hafa áhrif á tíðahring kvenna, egglos og uppbyggingu slímhúðar í legi og leghálsopi. Hindrun eggloss á miðjum tíðahring kvenna gerir það að verkum að egg getur ekki frjóvgast og þungun því nær útilokuð og er vörnin talin allt að 99%. „Það hefði mikla þýðingu að auka fjölbreytileika og möguleika til getnaðarvarna fyrir pör og sjálfsagt að karlmenn tækju ríkan þátt í þeim vörnum sem hingað til hafa verið mestmegnis í höndum kvenna,“ segir Teitur Guðmundsson, læknir og eigandi Heilsuverunnar, um það ef vel tekst til með getnaðarvarnapillu fyrir karlmenn. „Enn erum við of stutt komin til að geta nýtt okkur slík lyf og því enn að vissu leyti fræðileg umræða. Hins vegar eru karlmenn í auknum mæli farnir að fara í svokallaða „herraklippingu“ sem er einföld og fljótleg ófrjósemisaðgerð. Það má til að mynda segja að hún sé mun betri en fyrir konu að fara í slíka aðgerð þar sem ekki er um að ræða inngrip í kviðarholi heldur staðbundið í pung karlmannsins og aukaverkanir og flækjustig mun minna en hjá konum.“Áhrifin margskonar Ef horft er til aukaverkana af pillunni þá flokkast þær sem vægar annars vegar líkt og ógleði, þyngdarbreytingar, höfuðverkir, skapbreytingar og minnkun á kynhvöt auk eymsla í brjóstum. Oftar en ekki ganga þær yfir eða það þarf að breyta um getnaðarvörn. Sumum konum þykja aukaverkanir það slæmar að þær kjósa að nota ekki pilluna og verjast þungun með öðrum hætti. „Inngripið í hormónakerfi kvenna er umtalsvert við notkun þessara lyfja en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að við venjulega notkun og þegar þær þolast vel að konur þurfi að hafa miklar áhyggjur, á því eru þó undantekningar,“ segir Teitur. „Áhyggjur lækna af þróun ýmissa sjúkdóma líkt og krabbameina hafa verið misvísandi, sum mein virðast aukast á meðan tíðni annarra dregst saman. Blóðtappahneigð hefur verið rædd og virðist aukin við notkun ákveðinna tegunda en einnig ef kona reykir og er orðin 35 ára eða eldri. Einhver aukning er á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum sérstaklega ef um er að ræða fleiri undirliggjandi áhættuþætti slíkra sjúkdóma eins og háan blóðþrýsting, ættarsögu og reykingar einnig.“ Eftir að kona hættir á hvers kyns getnaðarvörn líða almennt nokkrir mánuðir þar til tíðahringur kemst aftur í samt horf og verður reglulegur. „Kona getur orðið þunguð þegar hún er aftur farin að hafa egglos og eðlilega uppbyggingu slímhúðar. Almennt er hægt að taka getnaðarvarnir býsna lengi án þess að þær hafi teljandi áhrif á frjósemi, en eftir því sem konan eldist og fleiri þættir koma til dregur vissulega úr getu þeirra til barneigna,“ segir Teitur.Ófrjósemisaðgerð öruggust Aðspurður hvaða getnaðarvörn sé talin vænlegust á markaðnum núna segir Teitur að það sé sú sem hafi næga virkni til að koma í veg fyrir getnað og þolist vel, aukaverkanir séu litlar sem engar. Margir möguleikar falla þar undir. „Það má segja að skírlífi sé öruggasta leiðin almennt, en taki kona getnaðarvörn og hún sé tekin með réttum hætti og engir aðrir utanaðkomandi þættir spilli fyrir virkni hennar eru þær flestar meira en 95% öruggar eða allt að 99%. Ef pillan gleymist til inntöku þá er ákveðin hætta á þungun, sömuleiðis ef getnaðarvarnahringurinn er ekki rétt notaður sem og aðrar varnir líkt og smokkar eða viðlíka geta rofnað,“ segir Teitur. „Langverkandi getnaðarvarnir eru iðulega einna öruggastar þar sem minni hætta er á að konan gleymi inntöku. Þá má ekki gleyma því að fyrir utan lyf og staðbundna meðferð eru til ófrjósemisaðgerðir bæði karla og kvenna sem eiga að hindra nær fullkomlega getnað.Margir karlmenn eru hræddir við slíkar aðgerðir og horfa á þær sem einhvers konar geldingu og að þeir muni ekki njóta samlífis með sama hætti og áður. Staðreyndin er sú að aðgerðin er mjög einföld og hefur í engu áhrif á framleiðslu kynhormóna eða atriða sem hafa áhrif á kynhvöt eða löngun. Geta karlsins til að stunda kynlíf er með öllu óskert og ættu þeir ekki að hafa áhyggjur af því að slíkt muni verða minna, heldur þvert á móti þar sem konan þarf ekki lengur getnaðarvörn sem getur einmitt haft hamlandi áhrif á löngun hennar. Þannig má segja að slík aðgerð geti verið afar hentug fyrir báða aðila og þeim til ánægju.Bylting í lífi kvenna með tilkomu pillunnar Pillan kom á markað í Bandaríkjunum árið 1960 og varð bylting í lífi kvenna. Carl Djerassi, stundum nefndur faðir pillunnar, sem fór fyrir rannsóknum sem leiddu til getnaðarvarnarpillunnar sagði að uppgötvun pillunnar hefði haft meiri áhrif á líf fólks en flestar aðrar vísindauppgötvanir eftirstríðsáranna. Þessi smáa en virka getnaðarvörn gaf stúlkum og konum gríðarlegt frelsi til þess að ná valdi yfir eigin líkama og stjórna barneignum sínum. Margar konur náðu að klára nám í stað þess að hverfa inn á heimilin til að sinna börnum og búi. Fyrst um sinn þóttu einhleypar konur á pillunni lauslátar og voru litnar hornauga. En blessunarlega er það ekki staðan í dag. „Tilkoma getnaðarvarnapillunnar fyrir tæpum fimmtíu árum leiddi til byltingar í kynfrelsi og kynhegðun kvenna,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Konur gátu í fyrsta skipti með tiltölulega öruggum hætti stýrt því hvort þær urðu þungaðar eður ei. Þær gátu notið kynlífs án þess að þurfa að treysta á verjur ástmanna sinna. Þetta skipti enn meira máli en ella vegna þess að á þessum tíma var þungunarrof ólöglegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Kynlíf Vísindi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Til eru margar getnaðarvarnapillur á markaði og þær innihalda mismunandi magn hormóna, en svo eru til aðrar tegundir getnaðarvarnapilla sem innihalda eingöngu gestagen. Þá eru til hormónastafir sem eru settir undir húð, sprauta sem er notuð í vöðva og svo hringurinn sem er notaður staðbundið í leggöngum. Margar konur sem hafa eignast börn nota hormónalykkju. Þessar tegundir getnaðarvarnalyfja virka ekki allar alveg eins en í grunninn snúast þær um að hafa áhrif á tíðahring kvenna, egglos og uppbyggingu slímhúðar í legi og leghálsopi. Hindrun eggloss á miðjum tíðahring kvenna gerir það að verkum að egg getur ekki frjóvgast og þungun því nær útilokuð og er vörnin talin allt að 99%. „Það hefði mikla þýðingu að auka fjölbreytileika og möguleika til getnaðarvarna fyrir pör og sjálfsagt að karlmenn tækju ríkan þátt í þeim vörnum sem hingað til hafa verið mestmegnis í höndum kvenna,“ segir Teitur Guðmundsson, læknir og eigandi Heilsuverunnar, um það ef vel tekst til með getnaðarvarnapillu fyrir karlmenn. „Enn erum við of stutt komin til að geta nýtt okkur slík lyf og því enn að vissu leyti fræðileg umræða. Hins vegar eru karlmenn í auknum mæli farnir að fara í svokallaða „herraklippingu“ sem er einföld og fljótleg ófrjósemisaðgerð. Það má til að mynda segja að hún sé mun betri en fyrir konu að fara í slíka aðgerð þar sem ekki er um að ræða inngrip í kviðarholi heldur staðbundið í pung karlmannsins og aukaverkanir og flækjustig mun minna en hjá konum.“Áhrifin margskonar Ef horft er til aukaverkana af pillunni þá flokkast þær sem vægar annars vegar líkt og ógleði, þyngdarbreytingar, höfuðverkir, skapbreytingar og minnkun á kynhvöt auk eymsla í brjóstum. Oftar en ekki ganga þær yfir eða það þarf að breyta um getnaðarvörn. Sumum konum þykja aukaverkanir það slæmar að þær kjósa að nota ekki pilluna og verjast þungun með öðrum hætti. „Inngripið í hormónakerfi kvenna er umtalsvert við notkun þessara lyfja en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að við venjulega notkun og þegar þær þolast vel að konur þurfi að hafa miklar áhyggjur, á því eru þó undantekningar,“ segir Teitur. „Áhyggjur lækna af þróun ýmissa sjúkdóma líkt og krabbameina hafa verið misvísandi, sum mein virðast aukast á meðan tíðni annarra dregst saman. Blóðtappahneigð hefur verið rædd og virðist aukin við notkun ákveðinna tegunda en einnig ef kona reykir og er orðin 35 ára eða eldri. Einhver aukning er á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum sérstaklega ef um er að ræða fleiri undirliggjandi áhættuþætti slíkra sjúkdóma eins og háan blóðþrýsting, ættarsögu og reykingar einnig.“ Eftir að kona hættir á hvers kyns getnaðarvörn líða almennt nokkrir mánuðir þar til tíðahringur kemst aftur í samt horf og verður reglulegur. „Kona getur orðið þunguð þegar hún er aftur farin að hafa egglos og eðlilega uppbyggingu slímhúðar. Almennt er hægt að taka getnaðarvarnir býsna lengi án þess að þær hafi teljandi áhrif á frjósemi, en eftir því sem konan eldist og fleiri þættir koma til dregur vissulega úr getu þeirra til barneigna,“ segir Teitur.Ófrjósemisaðgerð öruggust Aðspurður hvaða getnaðarvörn sé talin vænlegust á markaðnum núna segir Teitur að það sé sú sem hafi næga virkni til að koma í veg fyrir getnað og þolist vel, aukaverkanir séu litlar sem engar. Margir möguleikar falla þar undir. „Það má segja að skírlífi sé öruggasta leiðin almennt, en taki kona getnaðarvörn og hún sé tekin með réttum hætti og engir aðrir utanaðkomandi þættir spilli fyrir virkni hennar eru þær flestar meira en 95% öruggar eða allt að 99%. Ef pillan gleymist til inntöku þá er ákveðin hætta á þungun, sömuleiðis ef getnaðarvarnahringurinn er ekki rétt notaður sem og aðrar varnir líkt og smokkar eða viðlíka geta rofnað,“ segir Teitur. „Langverkandi getnaðarvarnir eru iðulega einna öruggastar þar sem minni hætta er á að konan gleymi inntöku. Þá má ekki gleyma því að fyrir utan lyf og staðbundna meðferð eru til ófrjósemisaðgerðir bæði karla og kvenna sem eiga að hindra nær fullkomlega getnað.Margir karlmenn eru hræddir við slíkar aðgerðir og horfa á þær sem einhvers konar geldingu og að þeir muni ekki njóta samlífis með sama hætti og áður. Staðreyndin er sú að aðgerðin er mjög einföld og hefur í engu áhrif á framleiðslu kynhormóna eða atriða sem hafa áhrif á kynhvöt eða löngun. Geta karlsins til að stunda kynlíf er með öllu óskert og ættu þeir ekki að hafa áhyggjur af því að slíkt muni verða minna, heldur þvert á móti þar sem konan þarf ekki lengur getnaðarvörn sem getur einmitt haft hamlandi áhrif á löngun hennar. Þannig má segja að slík aðgerð geti verið afar hentug fyrir báða aðila og þeim til ánægju.Bylting í lífi kvenna með tilkomu pillunnar Pillan kom á markað í Bandaríkjunum árið 1960 og varð bylting í lífi kvenna. Carl Djerassi, stundum nefndur faðir pillunnar, sem fór fyrir rannsóknum sem leiddu til getnaðarvarnarpillunnar sagði að uppgötvun pillunnar hefði haft meiri áhrif á líf fólks en flestar aðrar vísindauppgötvanir eftirstríðsáranna. Þessi smáa en virka getnaðarvörn gaf stúlkum og konum gríðarlegt frelsi til þess að ná valdi yfir eigin líkama og stjórna barneignum sínum. Margar konur náðu að klára nám í stað þess að hverfa inn á heimilin til að sinna börnum og búi. Fyrst um sinn þóttu einhleypar konur á pillunni lauslátar og voru litnar hornauga. En blessunarlega er það ekki staðan í dag. „Tilkoma getnaðarvarnapillunnar fyrir tæpum fimmtíu árum leiddi til byltingar í kynfrelsi og kynhegðun kvenna,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Konur gátu í fyrsta skipti með tiltölulega öruggum hætti stýrt því hvort þær urðu þungaðar eður ei. Þær gátu notið kynlífs án þess að þurfa að treysta á verjur ástmanna sinna. Þetta skipti enn meira máli en ella vegna þess að á þessum tíma var þungunarrof ólöglegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Kynlíf Vísindi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira