Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 16:00 Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah. Vísir/Vilhelm Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna. Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna.
Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55