Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:08 Mjaldurinn Simjon, sem kannski heitir nú Hvaldimir, smellir kossi á fyrrum skjólstæðing sinn. Mynd/Skjáskot Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna. Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00
Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30